Gátu byggt á langri hefð nýsköpunar og rannsókna

Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, segir brýnt að hafa heildarmarkmið sem …
Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, segir brýnt að hafa heildarmarkmið sem allir vilja ná. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er freistandi að skoða velgengni Íslenska sjávarklasans og þykja eins og árangur verkefnisins hafi frá upphafi verið sjálfgefinn; auðvitað hlyti það að leysa úr læðingi byltingu í nýsköpun að safna hópi frumkvöðla og fyrirtækja á einn stað, í húsi sem helgað er því að finna áhugaverð tækifæri tengd sjávarútvegi. Auðvitað hlytu áhugaverðar samræður að spinnast í kaffikrónum, nýjar hugmyndir að kvikna og verða að verðmætum nýjum vörum á örskotsstundu. Þegar horft er um öxl virðist það hreinlega hafa verið óhjákvæmilegt að á stað eins og Sjávar- klasanum gerist galdrar þar sem tveir plús tveir verða fimm.

En undraverður árangur Íslenska sjávarklasans kom alls ekki af sjálfu sér. Vanda þurfti til verka, beina starfinu innan klasans í réttan farveg, og með markvissum hætti skapa umgjörð sem myndi hvetja fólk til dáða og virkja alla þá krafta sem hægt var að nýta bæði innan og utan klasans.

Þór Sigfússon er stofnandi Íslenska sjávarklasans og eru núna liðin átta ár frá því fyrstu nýsköpunarfyrirtækin komu sér fyrir í húsi klasans í gömlu Bakkaskemmunni við Grandagarð. Húsið sem eitt sinn var hafnarskemma, svo kæligeymsla, fiskmarkaður, og flottrollaverkstæði, iðar í dag af lífi og er heimili um 70 fyrirtækja sem framleiða allt frá snyrtivörum og heilsudrykkjum yfir í hugbúnað og fiskeldistæki.

Áhugi úr öllum áttum

Í nýrri bók sem Þór hefur skrifað rekur hann sögu Íslenska sjávarklasans og fer í saumana á þeim áskorunum sem þurfti að takast á við. Útkoman er rit sem bæði er forvitnileg sagnfræðileg heimild en líka gagnleg handbók um farsælt klasastarf. Bókin heitir The New Fish Wave og er gefin út af Leete‘s Island Books í Bandaríkjunum. Þór segir að með ritinu sé hann m.a. að bregðast við þeim mikla fjölda fyrirspurna sem Íslenska sjávarklasanum berast frá fólki í öllum heimshlutum sem langar að beita sömu nálgun til að örva nýsköpun í sjávarútvegi og tengdum greinum.

En hvað er það sem þarf? Hverju má þakka árangurinn? Þór segir að það hafi haft mikla þýðingu að nýsköpun í sjávarútvegi var þegar komin nokkuð vel á veg á Íslandi og hefð fyrir athafnasemi, sköpunar- og tilraunagleði í greininni. „Þegar Sjávar- klasinn kemur til sögunnar getum við byggt á áratugalöngu starfi í átt að fullvinnslu afurða, og áratugalöngum rannsóknum á íslensku sjávarfangi. Með þetta veganesti áttum við auðveldara með að setja okkur í stellingar til að gera enn betur, enda búið að ryðja brautina.“

En ef brautin hafði þegar verið rudd, þá má segja að Þór og félagar hafi mætt á staðinn með malbikunarvél og búið til hraðbraut. Mátti greina, fljótlega eftir stofnun Sjávarklasans árið 2011, að starfsemin þar var tekin að breyta viðhorfi samfélagsins til sjávarútvegsins og um leið lækka þröskuldinn fyrir fólk með góðar hugmyndir að láta þá þær reyna og setja sprotafyrirtæki á laggirnar. Þór minnist þess að þegar hann var að fara af stað hafi margir haft á orði við hann að það væri kannski betra að beina kröftunum í nýsköpun í öðrum atvinnugreinum, enda færi vægi sjávarútvegs minnkandi á meðan aðrir geirar væru í örum vexti. „Ég man eftir fundi sem ég tók þátt í með stofnendum um 50 nýsköpunar- fyrirtækja og sprotum í byrjun árs 2011. Þar bað ég gesti um að rétta upp hönd ef þeir hefðu hugmyndir sem tengdust hafinu og sjávarútveginum – en engin einasta hönd fór á loft. Þessu vildi ég breyta,“ segir hann.

Áhrifin meiri en flestir héldu

Meðal fyrstu verkefna Þórs var kortleggja betur þjóðhagsleg áhrif sjávarútvegsins í samstarfi við dr. Ragnar Árnason hagfræðiprófessor. „Þegar aðeins var horft til veiðanna sjálfra leit út fyrir að greinin færi smám saman dalandi, en allt önnur mynd kom í ljós þegar sjávarhag- kerfið var skoðað í heild sinni, og nýsköpunarfyrirtækin og stoðþjónustan tekin með. Blasti þá við að bæði var mikilvægi greinarinnar mun meira en flestir höfðu áttað sig á og sjávartengd starfsemi í örum vexti.“

Þessar staðreyndir gat Sjávarklasinn kynnt fyrir allri þjóðinni, og samhliða því beint kastljósinu að hverju áhugaverðu nýsköpunarverkefninu á fætur öðru. Lærði Þór snemma að það væri lykilatriði í árangursríku klasastarfi að geta reglulega bent á nýja sigra og framfarir og hafa frumkvöðlarnir hjá Sjávarklasanum m.a. verið reglulegir gestir á síðum Morgunblaðsins þar sem þau segja frá mergjuðum uppfinningum, nýjum vörum, framförum í hönnun tækja og tóla, eða dýrmætum viðskiptatækifærum innan seilingar fyrir greinina. Með þessu tókst að auka meðbyrinn jafnt og þétt, og fá fleira hugmynda- og hæfileikaríkt fólk til að skoða betur tækifæri tengd nýsköpun í sjávarútvegi.

Þá segir Þór að það hafi verið ómetanlegt fyrir Íslenska sjávarklasann að rótgróin fyrirtæki í greininni og leiðtogar atvinnulífsins fylktu sér á bak við starfsemina og voru boðin og búin að vera sprotafyrirtækjunum innan handar. Háskóla- og vísindasamfélagið tók Sjávarklasanum líka opnum örmum og var það oft innan háskólanna að góðum hugmyndum var ungað út sem svo urðu að fyrirtækjum innan Sjávarklasans. „Annað lykilatriði í árangrinum undanfarin átta ár er vaxandi framboð samkeppnissjóða sem bæði hafa auðveldað fjármögnun nýsköpunarverkefna en líka hvatt fólk og fyrirtæki til að vinna saman,“ segir Þór.

Loks rann það fljótlega upp fyrir stjórnendum Sjávarklasans að það efldi starfið ef allir gætu stefnt að sameiginlegu markmiði. „Eins mikið og það styrkir og eflir fyrirtækin í klasanum að vinna reglulega stóra og smáa sigra á sínu sviði þá er líka brýnt að hafa heildarmarkmið sem allir vilja ná. Í okkar tilviki varð það rauður þráður í öllu starfi Sjávarklasans að vinna jafnt og þétt að því að fullnýta aflann, undir yfirskriftinni 100% fiskur.“

Vöxtur og útrás heldur áfram

Ævintýrið virðist vera rétt að byrja og nú þegar Sjávarklasinn hefur breitt svo mikið úr sér að fyllir alla Bakkaskemmuna er Þór farinn að leiða hugann að því að koma upp svipaðri starfsemi annars staðar á landinu.

„Okkur berast beiðnir frá hinum ýmsu löndum Evrópu, Suður-Ameríku og vitaskuld Bandaríkjunum, þar sem athafnasömu fólki er mjög í mun að koma í heimsókn til okkar að kynna sér starfsemina svo þau geti sett eitthvað svipað á laggirnar á sínum heimamarkaði. Vonum við að íslenska sjávarklasamódelið, og þessi hugmyndafræði sem við höfum starfað eftir, muni verða til þess að um allan heim veðri tekin skref í þá átt að nýta auðlindir hafsins betur, og af meiri virðingu fyrir náttúr- unni,“ segir Þór. „Með því skapast líka tækifæri til að byggja upp alþjóðlegt tengslanet, ekki aðeins til að greiða leið íslenskra fyrirtækja út í heim, heldur líka til að auðvelda okkur að læra af öðrum þjóðum og efla okkur á þeim sviðum þar sem aðrir eru miklu færari.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.6.24 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 3.6.24 415,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.6.24 481,47 kr/kg
Ýsa, slægð 3.6.24 329,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.6.24 229,76 kr/kg
Ufsi, slægður 3.6.24 244,75 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 3.6.24 337,30 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.6.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.761 kg
Skarkoli 4.480 kg
Þorskur 2.110 kg
Ýsa 152 kg
Sandkoli 100 kg
Samtals 12.603 kg
3.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 929 kg
Samtals 929 kg
3.6.24 Mardöll BA 37 Handfæri
Þorskur 786 kg
Samtals 786 kg
3.6.24 Fagra Fríða AK 44 Handfæri
Þorskur 169 kg
Ufsi 22 kg
Karfi 3 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 196 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.6.24 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 3.6.24 415,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.6.24 481,47 kr/kg
Ýsa, slægð 3.6.24 329,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.6.24 229,76 kr/kg
Ufsi, slægður 3.6.24 244,75 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 3.6.24 337,30 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.6.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.761 kg
Skarkoli 4.480 kg
Þorskur 2.110 kg
Ýsa 152 kg
Sandkoli 100 kg
Samtals 12.603 kg
3.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 929 kg
Samtals 929 kg
3.6.24 Mardöll BA 37 Handfæri
Þorskur 786 kg
Samtals 786 kg
3.6.24 Fagra Fríða AK 44 Handfæri
Þorskur 169 kg
Ufsi 22 kg
Karfi 3 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 196 kg

Skoða allar landanir »