Grandinn gæti orðið Kísildalur sjávarútvegsins

„Við heyrum frá Noregi að þar er búist við að …
„Við heyrum frá Noregi að þar er búist við að ráðgjafarþjónusta verði sú hlið fiskeldisins sem muni vaxa hraðast á komandi árum. Ísland hefur alla burði til að gera það sama,“ segir Þór Sigfússon. mbl.is/RAX

Stefnumótun og markviss uppbygging gæti eflt nýsköpunarstarf úti á Granda enn meira og hjálpað Íslandi að ná afgerandi forystu í verðmætasköpun í sjávarútvegi. Við skipulag svæðisins þarf að gæta að því að atvinnulíf víki ekki fyrir íbúðabyggð en það gæti komið vel út ef hagkvæmar íbúðir og minni vinnustaðir blandast saman.

Gaman hefur verið að fylgjast með þeirri miklu uppbyggingu sem orðið hefur úti á Granda á ógnarskjótum tíma. Þar hefur starfsemi Íslenska sjávarklasans verið ein helsta vítamínsprautan og borgarhluti sem áður var í niðurníðslu iðar núna af mannlífi og hefur laðað til sín bæði stór og smá fyrirtæki.

Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, segir klasann hafa orðið til við bestu mögulegu skilyrði. Öflugar stofnanir og metnaðarfull fyrirtæki hafi undirbúið jarðveginn fyrir svæði sem í dag mætti kalla Kísildal sjávarútvegsins: „Þegar Íslenski sjávarklasinn kom fram á sjónarsviðið fyrir sjö árum var búið að leggja grunninn að þeim meginstofnunum sem sjávarútvegurinn reiðir sig á, og sem landið er í dag þekkt fyrir á alþjóðavettvangi. Með góðri fiskveiðistjórnun var búið að efla útgerðirnar og við gátum litið til sterkra fyrirmynda eins og Marels og Zymetech sem sýndu hvað væri hægt að gera með hugvitið að vopni.“

Gætu aukið á forskotið

Sjávarklasinn mun á næstunni gefa út ítarlega skýrslu þar sem kynntar eru áhugaverðar hugmyndir um framtíð Grandans og hvernig þar gæti orðið til hugmyndaverksmiðja á heimsmælikvarða: „Sem þjóð erum við Íslendingar að átta okkur æ betur á því að við höfum algjöra sérstöðu í sjávarútvegsmálum. Bæði eigum við rannsókna- og fræðastofnanir sem hafa gert mjög góða hluti, en líka útgerðar- og tæknifyrirtæki sem aðrar þjóðir líta til sem fyrirmynda um það sem koma skal. Spurningin sem við þurfum núna að reyna að svara er hvort við getum með einhverju móti nýtt okkur þetta forskot enn betur.“

Íslenski sjávarklasinn virðist hafa náð að leysa mikla krafta úr læðingi. Klasinn hefur vaxið jafnt og þétt og hýsir núna rösklega 60 fyrirtæki og frumkvöðla í 3.500 fermetra húsi, steinsnar frá Reykjavíkurhöfn. Þór telur samt hægt að gera miklu meira og það sé fjarri því búið að laða fram allan þann nýsköpunarmátt sem býr í greininni. „Hér væri klárlega hægt að byggja upp töluvert stærri kjarna í kringum aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi,“ segir hann og bætir við að það virðist skipta miklu að reyna að safna sem flestum sjávarútvegssprotum á einn stað frekar en að dreifa þeim um höfuðborgarsvæðið eða jafnvel um landið allt. „Við höfum séð það hjá fyrirtækjunum sem hafa orðið til hjá okkur, stækkað og síðan flutt burt að þau sækja í að koma aftur niður að höfninni og vera í nálægð við bæði hafnarstarfsemina og nýsköpunarstarfið.“

Eitthvað alveg sérstakt virðist gerast þegar fyrirtæki hópast saman í klasa og segir Þór sérstaklega áhugavert að sjá þá dýnamík sem myndast hefur innan Íslenska sjávarklasans þegar fyrirtæki af ólíkum stærðum og ólíkum gerðum eru undir sama þakinu. Nýjar hugmyndir verða til, samstarf fyrirtækja tekur á sig mynd sem enginn hefði getað séð fyrir og greinar sem í fyrstu gætu virst óskyldar finna sameiginlega snertifleti. „Reglulega berast mér til eyrna skemmtilegar sögur af samstarfsverkefnum sem hófust með því að leiðir fólks lágu saman inni á kaffistofu þar sem menn fóru að ræða málin,“ segir Þór og bendir á að allt önnur orka verði til í klasa en t.d. með reglulegu funda- og ráðstefnuhaldi. „Þegar fólk er á sama staðnum þá hjálpar það til að skapa traust og hvetur til samskipta, og greiðir þannig fyrir samstarfi á milli fyrirtækja.“ 

Möguleikar í ráðgjöf

Þór kemur auga á sóknarfæri á ótal sviðum og segir þá miklu nýsköpun sem á sér stað í íslenskum sjávarútvegi ekki bara geta nýst greininni hér á landi heldur líka skapað ómæld verðmæti erlendis. „Með þeirri þekkingu sem við búum yfir getum við hjálpað við að auka lífsgæði fólks í öðrum löndum, aukið umhverfisvitund og gæðavitund,“ segir hann. „Augljósasta tækifærið snýr að því að nýta aflann betur en víða úti í heimi er það helsti vandi sjávarútvegsfyrirtækja hve mikið af fiskpróteini fer til spillis og fyllir sorphauga frekar en að vera gert að vöru sem selja mætti fyrir gott verð.“

Grunar Þór að næsta vaxtarsvið sjávarútvegsins gæti einmitt verið alþjóðleg ráðgjöf. „Við heyrum frá Noregi að þar er búist við að ráðgjafarþjónusta verði sú hlið fiskeldisins sem muni vaxa hraðast á komandi árum. Ísland hefur alla burði til að gera það sama og höfum við til þessa sinnt því lítið að bjóða erlendum aðilum upp á beina ráðgjöf s.s. um fullvinnslu sjávarafurða. Á þessu sviði erum við alveg á byrjunarreit og stór tækifæri bíða okkar.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.6.20 316,31 kr/kg
Þorskur, slægður 4.6.20 314,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.6.20 319,81 kr/kg
Ýsa, slægð 4.6.20 234,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.6.20 76,55 kr/kg
Ufsi, slægður 4.6.20 87,29 kr/kg
Djúpkarfi 18.5.20 105,23 kr/kg
Gullkarfi 4.6.20 184,98 kr/kg
Litli karfi 18.5.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.6.20 145,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.6.20 Petrea EA-024 Handfæri
Þorskur 214 kg
Ufsi 40 kg
Samtals 254 kg
4.6.20 Nanna Ósk Ii ÞH-133 Þorskfisknet
Ýsa 582 kg
Þorskur 164 kg
Ufsi 73 kg
Samtals 819 kg
4.6.20 Eyji NK-004 Handfæri
Þorskur 202 kg
Samtals 202 kg
4.6.20 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Þorskur 1.080 kg
Keila 81 kg
Ýsa 38 kg
Steinbítur 20 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 1.226 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.6.20 316,31 kr/kg
Þorskur, slægður 4.6.20 314,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.6.20 319,81 kr/kg
Ýsa, slægð 4.6.20 234,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.6.20 76,55 kr/kg
Ufsi, slægður 4.6.20 87,29 kr/kg
Djúpkarfi 18.5.20 105,23 kr/kg
Gullkarfi 4.6.20 184,98 kr/kg
Litli karfi 18.5.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.6.20 145,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.6.20 Petrea EA-024 Handfæri
Þorskur 214 kg
Ufsi 40 kg
Samtals 254 kg
4.6.20 Nanna Ósk Ii ÞH-133 Þorskfisknet
Ýsa 582 kg
Þorskur 164 kg
Ufsi 73 kg
Samtals 819 kg
4.6.20 Eyji NK-004 Handfæri
Þorskur 202 kg
Samtals 202 kg
4.6.20 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Þorskur 1.080 kg
Keila 81 kg
Ýsa 38 kg
Steinbítur 20 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 1.226 kg

Skoða allar landanir »