Laxeldið nái 200 þúsund tonnum

Magnús Bjarnason, hjá ráðgjafafyrirtækinu Mar, segir talið að Ísland geti …
Magnús Bjarnason, hjá ráðgjafafyrirtækinu Mar, segir talið að Ísland geti farið fram úr Skotlandi í framleiðslu á eldislaxi. mbl.is/Golli

Innan fiskeldisgreinarinnar er talið að framleiðslan á eldislaxi hér á landi geti farið í 200 þúsund tonn sem er um tvöfalt meira en sá hámarkslífmassi sé heimilt er að ala í sjó. Þetta er haft eftir Magnúsi Bjarnasyni, framkvæmdastjóra og meðeiganda í ráðgjafastofunni Mar, í umfjöllun Undercurrent News.

Þar segir að íslensk framleiðsla á laxi hafi í áraraðir verið langt á eftir stærri framleiðsluríkjum og má þar nefna Noreg, Skotland og Færeyjar. Hins vegar sé gert ráð fyrir að hraður vöxtur verði í laxeldinu hér á landi á komandi árum.

Spáð er miklum vexti í laxeldinu.
Spáð er miklum vexti í laxeldinu. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Þetta er atvinnugrein sem hefur verið byggð úr engu á skömmum tíma og íslenskir fjárfestar telja að þeir hafi misst af tækifærum,“ segir Magnús. „En það eru að skapast mikil tækifæri og margt enn hægt að gera. Tilfinningin í greininni er að við getum náð 200 þúsund tonnum, sem er meira en Skotland.“

Til þess að ná þessum markmiðum þarf að minnsta kosti milljarð evra, rúmlega 150 milljarða íslenskra króna, í fjárfestingar í innviði og framleiðslu, að mati Magnúsar. „Það er augljóst að þetta verður áfram áhugaverð atvinnugrein og að það verði hlutfallslega meira íslenskt fjármagn en norskt í framtíðinni.“

106 þúsund tonn í áhættumati

Í júní í fyrra staðfesti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tillögu Hafrannsóknastofnunar að nýju áhættumati vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi. Það gerir ráð fyrir að heimilt sé að ala 106 þúsund tonn í sjó umhverfis Ísland. Fól nýja áhættumatið í sér 20% hækkun frá fyrra mati.

Á síðasta ári voru framleidd um 34 þúsund tonn af laxi í 11 laxeldisstöðvum, en þær eru með rekstrarleyfi sem heimila 73.500 tonna hámarkslífmassa í sjó. Útgefin fiskeldisleyfi fyrir allar tegundir eru 16 og er samanlagður leyfilegur hámarkslífmassi þeirra 87.700 tonn.

Hvað landeldi varðar hafa verið gefin út 37 rekstrarleyfi og nemur leyfilegur hámarkslífmassi 22.560 tonnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 394,28 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,34 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 169,98 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 143,59 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg
30.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.943 kg
Ufsi 328 kg
Þykkvalúra 189 kg
Karfi 80 kg
Ýsa 57 kg
Steinbítur 31 kg
Sandkoli 15 kg
Samtals 2.643 kg
30.4.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 4.085 kg
Samtals 4.085 kg
30.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 611 kg
Þorskur 308 kg
Samtals 919 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 394,28 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,34 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 169,98 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 143,59 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg
30.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.943 kg
Ufsi 328 kg
Þykkvalúra 189 kg
Karfi 80 kg
Ýsa 57 kg
Steinbítur 31 kg
Sandkoli 15 kg
Samtals 2.643 kg
30.4.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 4.085 kg
Samtals 4.085 kg
30.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 611 kg
Þorskur 308 kg
Samtals 919 kg

Skoða allar landanir »