Síldarvinnslan skilar 5,3 milljarða hagnaði

Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Fyrirtækið skilaði myndarlegum hagnaði í fyrra.
Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Fyrirtækið skilaði myndarlegum hagnaði í fyrra. Ljósmynd/Ómar Bogason

Hagnaður Síldarvinnslunnar hf. á árinu 2020 var 5,3 milljarðar króna og leggur stjórn félagsins til að hagnaður ársins verði fluttur á milli ára, en félagið greiddi ásamt starfsfólki 4,8 milljarða til hins opinbera á árinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rekstrar sem birtar hafa verið á vef útgerðarfélagsins.

Þá voru rekstrartekjur 24,9 milljarðar króna, EBITDA-framlegð félagsins 32,1% og nam 8 milljörðum króna. Eigið fé í árslok var 49,1 milljarður og eiginfjárhlutfallið 68%. Heildareignir félagsins við lok síðasta árs námu 72,5 milljörðum króna.

Afli skipa samstæðunnar var 145 þúsund tonn og tóku fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar á móti 123 þúsund tonnum af hráefni. Fiskiðjuverin tóku við 51 þúsund tonnum til vinnslu.

Hjá samstæðu Síldarvinnslunnar störfuðu 338 manns til sjós og lands um síðustu áramót. Launagreiðslur félagsins voru tæpar 4.737 milljónir króna á árinu 2020.

Miklar fjárfestingar

Fjárfestingar félagsins námu um 2,2 milljörðum króna og sala fastafjármuna 835 milljónum króna. Helstu fjárfestingarnar voru nýsmíði á uppsjávarskipinu Berki NK 122 sem er væntanlegt í lok maí. Einnig var fjárfest í búnaði í uppsjávarvinnslunni í Neskaupstað. Dótturfélag Síldarvinnslunnar Bergur-Huginn skrifaði undir kaup á öllu hlutafé í Bergi ehf. sem gerir út skipið Berg VE og eru aflaheimildir Bergs 1.530 þorskígildistonn. Þá seldi félagið togarann Smáey (áður Vestmannaey) á árinu.

Gert er ráð fyrir því að Síldarvinnslan verði skráð í kauphöllina í næsta mánuði. Ekki verður nýju hlutafé bætt við þegar félagið er skráð og því munu núverandi hluthafar þurfa að selja hluti við skráninguna.

Meðal núverandi hluthafa Síldarvinnslunnar er Samherji stærstur, en það fyrirtæki fer með 44,64% hlut. Þá fer Kjálkanes ehf. með 34,23% hlut en það félag er í eigu tíu einstaklinga og eru Anna og Ingi Jóhann Guðmundsbörn með hvort um sig 22,54%, en aðrir með minna. Þar á meðal Björgólfur Jóhannsson, einn tveggja forstjóra Samherja, sem fer með 8,67% hlut í Kjálkanesi.

Þá fer Samvinnufélag útgerðarmanna Neskaupstaðar með 10,97% hlut í Síldarvinnslunni. Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. fer með 5,29% hlut í Síldarvinnslunni, en eigendur þess eru fjórir. Halldór Jónasson er stærsti hluthafi í Snæfugli með 54,25% en Björgólfur Jóhannsson minnsti hluthafi með 5%.

Hraunlón ehf., í jafnri eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar, fer með 1,62% hlut í Síldarvinnslunni en aðrir hluthafar eru með minna en eitt prósent. Alls eru ríflega 280 hluthafar í félaginu og ekki ljóst hverjir eru nú að hugsa um að selja hluti sína.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.6.21 299,76 kr/kg
Þorskur, slægður 11.6.21 357,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.6.21 451,49 kr/kg
Ýsa, slægð 11.6.21 381,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.6.21 103,54 kr/kg
Ufsi, slægður 11.6.21 119,94 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 11.6.21 217,29 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 11.6.21 91,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 7.685 kg
Ufsi 1.117 kg
Skarkoli 121 kg
Steinbítur 46 kg
Samtals 8.969 kg
13.6.21 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 2.982 kg
Langa 250 kg
Þorskur 87 kg
Skarkoli 56 kg
Ufsi 27 kg
Hlýri 19 kg
Keila 11 kg
Gullkarfi 9 kg
Samtals 3.441 kg
12.6.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 462 kg
Grálúða 378 kg
Hlýri 327 kg
Þorskur 202 kg
Gullkarfi 81 kg
Samtals 1.450 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.6.21 299,76 kr/kg
Þorskur, slægður 11.6.21 357,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.6.21 451,49 kr/kg
Ýsa, slægð 11.6.21 381,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.6.21 103,54 kr/kg
Ufsi, slægður 11.6.21 119,94 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 11.6.21 217,29 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 11.6.21 91,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 7.685 kg
Ufsi 1.117 kg
Skarkoli 121 kg
Steinbítur 46 kg
Samtals 8.969 kg
13.6.21 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 2.982 kg
Langa 250 kg
Þorskur 87 kg
Skarkoli 56 kg
Ufsi 27 kg
Hlýri 19 kg
Keila 11 kg
Gullkarfi 9 kg
Samtals 3.441 kg
12.6.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 462 kg
Grálúða 378 kg
Hlýri 327 kg
Þorskur 202 kg
Gullkarfi 81 kg
Samtals 1.450 kg

Skoða allar landanir »