Björgun kaupir nýtt sanddæluskip á Spáni

Ráðgert er að Gigante haldi frá Spáni til Íslands í …
Ráðgert er að Gigante haldi frá Spáni til Íslands í lok vikunnar. Ljósmynd/Aðsend

Björgun hf. hefur fest kaup á nýju sanddæluskipi og er afkastageta þess mun meiri en skipsins Dísu, sem m.a. hefur annast dýpkun í Landeyjahöfn síðustu ár. Ráðgert er að nýja skipið haldi af stað frá Cadiz á Spáni til Íslands síðari hluta vikunnar. Það ber nafnið Gigante og var smíðað á Spáni árið 2011.

Eysteinn Dofrason, framkvæmdastjóri hjá Björgun, segir að afkastageta nýja skipsins sé 15-20 þúsund rúmmetrar á sólarhring við kjöraðstæður. Auk afkastagetu sé munurinn á skipunum meðal annars fólginn í því að nýja skipið sleppi efni í gegnum botnloka. Um borð í Dísu þurfi að dæla efninu útbyrðis, sem sé seinlegra ferli.

Vegagerðin birti í síðust viku forauglýsingu vegna viðhaldsdýpkunar í Landeyjahöfn 2022 til 2025. Þar kemur m.a. fram að bjóðandi skal leggja til dýpkunarskip sem uppfyllir m.a. skilyrði um minnst 15 þúsund rúmmetra hámarksafkastagetu á dag. Dýpkunarskipið þarf að geta dýpkað í hafnarmynninu á litlu dýpi í ölduhæð undir 1,7 m. Stjórnhæfni skips skal vera mjög góð og þarf að gera ráð fyrir að nýta stutta veðurglugga yfir vetrartímann til dýpkunar í hafnarmynninu. Útboðið verður auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og verða útboðsgögn aðgengileg frá 27. maí.

Ljósmynd/Aðsend

Eysteinn segir ekki liggja fyrir hvort Dísa verði seld eða fari í brotajárn. Hún var upphaflega smíðuð í Álaborg 1968, en keypt hingað til lands 2011 og voru verkefnin m.a. í Landeyjahöfn. Fram kom í Morgunblaðinu í vetur að Dísa getur dælt 3-5.000 rúmmetrum á sólarhring við bestu aðstæður. Árin 2015-2018 var skipið Galilei 2000 notað í Landeyjahöfn á vegum Jan De Nul, belgísks fyrirtækis sem starfar víða um heim. Það skip gat afkastað um tólf þúsund tonnum á dag við kjöraðstæður.

Eysteinn segir að verkefnastaða Björgunar sé góð, nefnir meðal annars dælingu á 500 þúsund rúmmetrum á Ísafirði og regluleg verkefni fyrir Kalkþörungafélagið í Arnarfirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »