Björgun kaupir nýtt sanddæluskip á Spáni

Ráðgert er að Gigante haldi frá Spáni til Íslands í …
Ráðgert er að Gigante haldi frá Spáni til Íslands í lok vikunnar. Ljósmynd/Aðsend

Björgun hf. hefur fest kaup á nýju sanddæluskipi og er afkastageta þess mun meiri en skipsins Dísu, sem m.a. hefur annast dýpkun í Landeyjahöfn síðustu ár. Ráðgert er að nýja skipið haldi af stað frá Cadiz á Spáni til Íslands síðari hluta vikunnar. Það ber nafnið Gigante og var smíðað á Spáni árið 2011.

Eysteinn Dofrason, framkvæmdastjóri hjá Björgun, segir að afkastageta nýja skipsins sé 15-20 þúsund rúmmetrar á sólarhring við kjöraðstæður. Auk afkastagetu sé munurinn á skipunum meðal annars fólginn í því að nýja skipið sleppi efni í gegnum botnloka. Um borð í Dísu þurfi að dæla efninu útbyrðis, sem sé seinlegra ferli.

Vegagerðin birti í síðust viku forauglýsingu vegna viðhaldsdýpkunar í Landeyjahöfn 2022 til 2025. Þar kemur m.a. fram að bjóðandi skal leggja til dýpkunarskip sem uppfyllir m.a. skilyrði um minnst 15 þúsund rúmmetra hámarksafkastagetu á dag. Dýpkunarskipið þarf að geta dýpkað í hafnarmynninu á litlu dýpi í ölduhæð undir 1,7 m. Stjórnhæfni skips skal vera mjög góð og þarf að gera ráð fyrir að nýta stutta veðurglugga yfir vetrartímann til dýpkunar í hafnarmynninu. Útboðið verður auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og verða útboðsgögn aðgengileg frá 27. maí.

Ljósmynd/Aðsend

Eysteinn segir ekki liggja fyrir hvort Dísa verði seld eða fari í brotajárn. Hún var upphaflega smíðuð í Álaborg 1968, en keypt hingað til lands 2011 og voru verkefnin m.a. í Landeyjahöfn. Fram kom í Morgunblaðinu í vetur að Dísa getur dælt 3-5.000 rúmmetrum á sólarhring við bestu aðstæður. Árin 2015-2018 var skipið Galilei 2000 notað í Landeyjahöfn á vegum Jan De Nul, belgísks fyrirtækis sem starfar víða um heim. Það skip gat afkastað um tólf þúsund tonnum á dag við kjöraðstæður.

Eysteinn segir að verkefnastaða Björgunar sé góð, nefnir meðal annars dælingu á 500 þúsund rúmmetrum á Ísafirði og regluleg verkefni fyrir Kalkþörungafélagið í Arnarfirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.6.22 414,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.6.22 477,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.6.22 380,07 kr/kg
Ýsa, slægð 30.6.22 434,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.6.22 215,79 kr/kg
Ufsi, slægður 30.6.22 236,72 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 30.6.22 222,23 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.6.22 Skotta SK-138 Handfæri
Þorskur 268 kg
Gullkarfi 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 273 kg
30.6.22 Ólafur Magnússon HU-054 Handfæri
Þorskur 13 kg
Samtals 13 kg
30.6.22 Húni SF-017 Handfæri
Þorskur 525 kg
Ufsi 441 kg
Samtals 966 kg
30.6.22 Sæberg NS-059 Handfæri
Þorskur 395 kg
Samtals 395 kg
30.6.22 Ólafur ST-052 Handfæri
Þorskur 594 kg
Samtals 594 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.6.22 414,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.6.22 477,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.6.22 380,07 kr/kg
Ýsa, slægð 30.6.22 434,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.6.22 215,79 kr/kg
Ufsi, slægður 30.6.22 236,72 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 30.6.22 222,23 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.6.22 Skotta SK-138 Handfæri
Þorskur 268 kg
Gullkarfi 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 273 kg
30.6.22 Ólafur Magnússon HU-054 Handfæri
Þorskur 13 kg
Samtals 13 kg
30.6.22 Húni SF-017 Handfæri
Þorskur 525 kg
Ufsi 441 kg
Samtals 966 kg
30.6.22 Sæberg NS-059 Handfæri
Þorskur 395 kg
Samtals 395 kg
30.6.22 Ólafur ST-052 Handfæri
Þorskur 594 kg
Samtals 594 kg

Skoða allar landanir »