9,6 milljarðar í skatta og gjöld

Síldarvinnslna greiddi 5,6 milljarða króna í skatta og gjöld á …
Síldarvinnslna greiddi 5,6 milljarða króna í skatta og gjöld á síðasta ári. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Þorgeir

Síldarvinnslan hf. greiddi á síðasta ári 5,6 milljarða í skatta og gjöld og er það tæplega 68% meira en félagið greiddi árið 2021 og 98% meira en árið 2020. Innheimtir skattar af starfsfólki fyrir ríkissjóð námu 3,9 milljörðum króna á síðasta ári og er því skattspor félagsins 9,6 milljarðar króna. Skattsporið hefur aukist um tæplega þrjá milljarða frá árinu 2021 og 4,8 milljarða frá 2020.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í samfélagsskýrslu Síldarvinnslunnar sem birt var á vef fyrirtækisins 30. maí síðastliðinn.

Þar kemur einnig fram að Síldarvinnslan og dótturfélög þess hafi á síðasta ári veitt 141,1 milljón króna í samfélagsstyrki. Þar af fóru 55,2 milljónir til íþróttamála, 27,1 milljón til heilbrigðistengdra mála, 16,7 milljónir til Úkraínu, 12,5 milljónir til menningarmála, 11,6 milljónir til félagasamtaka, 10,8 milljónir til björgunarsveita og 3,8 milljónir til menntunarmála og 3,4 milljónir til stjórnmálaflokka.

Meiri losun verksmiðja

Athygli vekur að kolefnisspor fiskimjölverksmiðja félagsins hefur rúmlega fjórfaldast frá árinu 2021 og var 20.113 tonn í kolefnisígildum árið 2022. Skerðing var á afhendingu rafmagns til Síldarvinnslunnar og var fyrirtækið því knúið til að taka í notkun olíu til að knýja verksmiðjurnar. Þurfti heila sjö milljón lítra.

Kolefnisspor bolfiskskipa hefur lækkað í 16.264 tonn árið 2022 úr 17.107 tonnum árið 2021, en árið 2020 var losun þessara skipa 16.729 tonn. Þá hefur kolefnisspor uppsjávarskipa Síldarvinnslunnar einnig minnkað og var á síðasta ári 27.696 tonn en var 32.322 tonn 2021. Árið 2020 var kolefnisspor þessara skipa 27.853 tonn en vert er að hafa í huga að engar loðnuveiðar voru það ár.

„Göngumynstur einstakra stofna, aflabrögð og ekki síst veðurfar hefur mikil áhrif á hversu langt þarf að sækja á miðin hverju sinni. […] Þótt hröð tækniþróun eigi sér nú stað í rafvæðingu í samgöngum er sú þróun komin skemmra á veg í vélbúnaði fiskiskipa. Þetta kann að breytast á komandi árum,“ segir í skýrslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 862 kg
Þorskur 284 kg
Samtals 1.146 kg
29.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.864 kg
Þorskur 47 kg
Rauðmagi 36 kg
Samtals 1.947 kg
29.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.773 kg
Þorskur 315 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 2.121 kg
29.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.080 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 64 kg
Grásleppa 9 kg
Ýsa 7 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.432 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 862 kg
Þorskur 284 kg
Samtals 1.146 kg
29.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.864 kg
Þorskur 47 kg
Rauðmagi 36 kg
Samtals 1.947 kg
29.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.773 kg
Þorskur 315 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 2.121 kg
29.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.080 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 64 kg
Grásleppa 9 kg
Ýsa 7 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.432 kg

Skoða allar landanir »