Alræmdur hvalveiðaandstæðingur mætir á Íslandsmið á morgun

Paul Watson, stofnandi umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd, hefur boðað komu sína …
Paul Watson, stofnandi umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd, hefur boðað komu sína á Íslandsmið á morgun. AFP

Paul Watson, stofnandi umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd, hefur boðað komu sína og áhafnar sinnar á skipinu John Paul DeJoria á Íslandsmið á morgun. Er ætlun Watson að hindra hvalveiðar. Þetta tilkynnir hann í bréfi sem hann sendi öllum alþingismönnum í maí.

Sökkti tveimur skipum árið 1986

Íslendingar þekkja Watson vel enda hefur hann áður skipulagt aðgerðir gegn hvalveiðum á Íslandi ásamt sjálfboðaliðum á vegum umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Árið 1986 sökktu útsendarar á vegum samtakanna til að mynda tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn með því að opna botnlokur þeirra. Einnig brutust þeir inn í Hvalstöðina í Hvalfirði og unnu skemmdir á tækjum og búnaði þar. Sea Shepherd lýsti ábyrgðinni á hendur sér.

Árið 2019 kom Watson síðan aftur til landsins í þeim tilgangi að stöðva hrefnuveiðar. Ekki stóð hins vegar til að fara á hrefnuveiðar það árið og hafði hann því ekki erindi sem erfiði.

Nú hefur Watson boðað komu sína á Íslandsmið á ný í þeim tilgangi að hindra hvalveiðar Hvals hf. Sendi hann öllum alþingismönnum bréf þess efnis 18. maí.

Ekki barátta gegn íslenskri þjóð

Í bréfinu segist Watson munu mæta á íslenskt hafsvæði ásamt áhöfn sinni um borð í skipinu John Paul DeJoria þriðjudaginn 20. júní, það er á morgun. Um borð í skipinu sé 32 manna áhöfn af 12 þjóðernum.

Þá leggur Watson áherslu á það í bréfi sínu að barátta sín snúi að einum manni, Kristjáni Loftssyni forstjóra Hvals hf., frekar en íslenskum stjórnvöldum eða íslenskri þjóð. Einnig heitir hann því að veita skipsverjum á hvalveiðiskipum ekki áverka.

Í bréfinu segir. „Markmið með komu okkar á íslenskt hafsvæði er að standa gegn ólöglegum fyrirætlunum Kristjáns Loftssonar og fyrirtækis hans, Hvals hf., um að drepa allt að 169 langreyðar í útrýmingarhættu. (...) Það sem við getum lofað, í samræmi við óflekkaðan feril okkar aðgerða án ofbeldis, er að skip mitt og áhöfn, muni ekki valda neinum meiðslum á skipverjum hvalveiðiskipa."

Vill að alþingismenn afturkalli leyfi Hvals hf.

Fer Watson einnig fram á það í bréfi sínu til alþingismanna að þeir afturkalli leyfi og heimildir Kristjáns í ár og til frambúðar.

Bréfið er undirritað af Paul Watson, Stofnanda Stofnunar Paul Watson skipstjóra. Virðast aðgerðirnar því að þessu sinni ekki vera undir flaggi Sea Shepherd heldur Stofnunar Pauls Watsonar.

Paul Watson, stofnandi SeaShepherd, er kanadískur skipstjóri og umhverfisverndunarsinni.
Paul Watson, stofnandi SeaShepherd, er kanadískur skipstjóri og umhverfisverndunarsinni. Ljósmynd/Tim Watters
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 333,89 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 278,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 132,32 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 624 kg
Keila 153 kg
Steinbítur 100 kg
Ýsa 28 kg
Karfi 7 kg
Samtals 912 kg
10.5.24 Arnþór EA 37 Grásleppunet
Grásleppa 2.969 kg
Þorskur 138 kg
Samtals 3.107 kg
10.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 986 kg
Ýsa 971 kg
Keila 781 kg
Ufsi 685 kg
Langa 102 kg
Steinbítur 33 kg
Karfi 30 kg
Samtals 3.588 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 333,89 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 278,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 132,32 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 624 kg
Keila 153 kg
Steinbítur 100 kg
Ýsa 28 kg
Karfi 7 kg
Samtals 912 kg
10.5.24 Arnþór EA 37 Grásleppunet
Grásleppa 2.969 kg
Þorskur 138 kg
Samtals 3.107 kg
10.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 986 kg
Ýsa 971 kg
Keila 781 kg
Ufsi 685 kg
Langa 102 kg
Steinbítur 33 kg
Karfi 30 kg
Samtals 3.588 kg

Skoða allar landanir »

Loka