Birtar hafa verið 23 ákvarðanir um veiðileyfissviptingu. Þar af eru 16 ákvarðanir um leyfissviptingu, eða 70%, vegna brottkastsmála, að því er fram kemur í síðasta blaði 200 mílna sem fylgdi Morgunblaðinu á laugardag.
Þrjár ákvarðanir snúa að aflaskráningarbrotum, tvær eru vegna vigtunarbrota og tvær vegna annars konar brota. Sviptingarnar ná til 22 sjófara sem samanlagt hafa verið svipt veiðileyfi í 49 vikur.
Lengsta staka veiðileyfissviptingin nær til dragnótarbátsins Onna HU sem gerður hefur verið út frá Skagaströnd, en báturinn var sviptur leyfi til veiða í atvinnuskyni í átta vikur vegna brottkasts, frá og með 4. nóvember á síðasta ári. Útgerðin var jafnframt kærð til lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.
Þrjú skip Nesfisks voru svipt veiðileyfi á fiskveiðiárinu sem er að líða. Fyrst var Sigurfari GK sviptur veiðileyfi í fjórar vikur frá og með 20. janúar síðastliðnum vegna brottkasts sem Fiskistofa skilgreindi sem „meiriháttar brot“.
Þá var dragnóta- og netabáturinn Siggi Bjarna GK-5 sviptur leyfi til veiða í atvinnuskyni í þrjár vikur vegna brottkasts og svo var Baldvin Njálsson GK sviptur veiðileyfi í tvær vikur í júlí fyrir að landa 104 kössum fram hjá vigt 4. nóvember 2022.
Nánar má lesa um veiðileyfissviptingarnar í blaði 200 mílna.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 29.11.23 | 433,21 kr/kg |
Þorskur, slægður | 29.11.23 | 455,04 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 29.11.23 | 196,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 29.11.23 | 180,52 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 29.11.23 | 173,02 kr/kg |
Ufsi, slægður | 29.11.23 | 196,54 kr/kg |
Djúpkarfi | 20.10.23 | 253,00 kr/kg |
Gullkarfi | 29.11.23 | 219,47 kr/kg |
Litli karfi | 16.11.23 | 10,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 29.11.23 | 226,68 kr/kg |
29.11.23 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 7.070 kg |
Ýsa | 5.357 kg |
Samtals | 12.427 kg |
29.11.23 Straumey EA 50 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 859 kg |
Ýsa | 478 kg |
Samtals | 1.337 kg |
29.11.23 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 202 kg |
Langa | 163 kg |
Steinbítur | 59 kg |
Karfi | 49 kg |
Þorskur | 36 kg |
Hlýri | 9 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 525 kg |
29.11.23 Bárður SH 81 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 251 kg |
Þorskur | 55 kg |
Ufsi | 25 kg |
Samtals | 331 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 29.11.23 | 433,21 kr/kg |
Þorskur, slægður | 29.11.23 | 455,04 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 29.11.23 | 196,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 29.11.23 | 180,52 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 29.11.23 | 173,02 kr/kg |
Ufsi, slægður | 29.11.23 | 196,54 kr/kg |
Djúpkarfi | 20.10.23 | 253,00 kr/kg |
Gullkarfi | 29.11.23 | 219,47 kr/kg |
Litli karfi | 16.11.23 | 10,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 29.11.23 | 226,68 kr/kg |
29.11.23 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 7.070 kg |
Ýsa | 5.357 kg |
Samtals | 12.427 kg |
29.11.23 Straumey EA 50 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 859 kg |
Ýsa | 478 kg |
Samtals | 1.337 kg |
29.11.23 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 202 kg |
Langa | 163 kg |
Steinbítur | 59 kg |
Karfi | 49 kg |
Þorskur | 36 kg |
Hlýri | 9 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 525 kg |
29.11.23 Bárður SH 81 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 251 kg |
Þorskur | 55 kg |
Ufsi | 25 kg |
Samtals | 331 kg |