20 þúsund tonn af kolmunna frá áramótum

Beitir NK í ólgusjó. Veður á kolmunnaviðunum við Færeyjar hefur …
Beitir NK í ólgusjó. Veður á kolmunnaviðunum við Færeyjar hefur verið slæmt og ekki hefur verið mögulegt að halda áfram veiðum í bili. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Helgi Freyr Ólason

Það sem af er ári hafa fiskimjölverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði tekið við tæplega 20 þúsund tonnum af kolmunna. Til Neskaupstaðar hafa borist um 9.700 tonn og til Seyðisfjarðar um 9.800 tonn, að því er fram kemur í færslu á vef útgerðarinnar.

„Hráefnið sem skipin hafa fært okkur hefur verið afar gott og þar af leiðandi eru afurðirnar í háum gæðaflokki,“ segir Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðjanna, í færslunni.

Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri á Seyðisfirði, kveðst einnig ánægður með hráefnið. „Verksmiðjan hér hefur rúllað afskaplega vel. Við gerum ráð fyrir að þessari lotu kolmunnaveiðanna fari að ljúka en síðasta löndunin úr sambærilegri lotu í fyrra hjá okkur var 29. janúar.“

Veiðar fjarað út

Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar voru í gær öll komin til löndunar, en dregið hefur úr kolmunnaveiðum vegna veðurs sem hefur verið mjög slæmt í færeysku lögsögunni þar sem veiðar fara fram.

Tókst Beiti NK að ná 320 tonna holi áður en haldið var til hafnar og kom skipið til Neskaupstaðar með tæplega 900 tonn í gær, en miðvikudag kom Barði NK þangað með 800 tonn. Börkur NK að landaði tæplega 1.800 tonnum á Seyðisfirði í gær.

Fleiri skip hafa hætt kolmunnaveiðum vegna veðurs og óvíst hvenær verður haldið til veiða á ný, en töluvert er eftir af ónýttum kvóta sem stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 442,03 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 269,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,45 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 442,03 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 269,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,45 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »