Barnalán hjá Reykjavíkurdætrum

Reykjavíkurdætur á Iceland Airwaves í fyrra. Barnahópurinn stækkar ört.
Reykjavíkurdætur á Iceland Airwaves í fyrra. Barnahópurinn stækkar ört. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Barnalán hefur leikið við fyrrverandi og núverandi liðskonur Reykjavíkurdætra að undanförnu. Barnahópurinn stækkar ört en síðast í dag tilkynnti Reykjavíkurdóttir að von væri á erfingja. 

Í dag, mánudag, greindi tónlistarkonan Þura Stína frá því að hún ætti von á erfingja í apríl með kærasta sínum Arnari Jónmundssyni. 

DJ Sura (Þura- Stína).
DJ Sura (Þura- Stína). mbl.is/Stella Andrea

Kolfinna Nikulás­dótt­ir eða Kylf­an eins og hún var stundum kölluð eignaðist sitt annað barn í byrjun árs með eiginmanni sínum, Sigurði Möller Sívertsen. 

Kolfinna Nikulásdóttir.
Kolfinna Nikulásdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í sumar greindi fyrrverandi liðskona Reykjavíkurdætra, söngkonan Salka Sól Eyfeld, að hún ætti von á barni með tónlistarmanninum  Arn­ar Frey Frosta­syni en þau gengu í hjónaband í lok júlí. 

Fleiri konur eru mæður í hópnum. Steinunn Jónsdóttir hefur verið lengi í hópi Reykjavíkurdætra en hún opnaði sig um móðurhlutverkið í viðtali við Barnavef Mbl.is fyrir tæpu ári síðan. 

mbl.is