This Is Us-stjarna á von á barni

Mandy Moore á von á sínu fyrsta barni.
Mandy Moore á von á sínu fyrsta barni. AFP

Leik- og söngkonan Mandy Moore og eiginmaður hennar Taylor Goldsmith eiga von á sínu fyrsta barni saman. 

Moore tilkynnti um væntanlega komu erfingjans á Instagram í gær og skrifaði að þau ættu von á litlum dreng snemma ár 2021. 

Moore og Goldsmith hafa verið saman síðan árið 2015 en þau trúlofuðu sig í september árið 2017. Þau gengu svo í það heilaga í Los Angeles í nóvember árið 2018. 

View this post on Instagram

Baby Boy Goldsmith coming early 2021 💙

A post shared by Mandy Moore (@mandymooremm) on Sep 24, 2020 at 11:40am PDT

mbl.is