Brynhildur og Matthías í Hatara eiga von á barni

Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson eiga von á barni.
Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson eiga von á barni. Skjáskot/Instagram

Tónlistarparið Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson, oft kenndur við Hatara, eiga von á barni. Brynhildur og Matthías trúlofuðu sig á síðasta ári.

Brynhildur birti fyrstu bumbumyndina á Instagram í dag þar sem hún skrifar að hún þurfi að pissa. 

Þetta er fyrsta barn parsins saman en þau hafa verið saman síðan á síðasta ári. Athygli vakti í september þegar Matthías bað Brynhildar í Sky Lagoon í Kópavogi. 

Matthías er söngvari hljómsveitarinnar Hatara sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppnina árið 2019. Bryn­hild­ur spilar með hljómsveitunum Horm­ón­um og Kvik­indi.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is