María og Gunnar eignuðust dreng

Gunnar Leó Pálsson og María Ólafsdóttir eignuðust dreng.
Gunnar Leó Pálsson og María Ólafsdóttir eignuðust dreng. Skjáskot/Instagram

Tónlistarparið María Ólafsdóttir og Gunnar Leó Pálsson sjá ekki sólina fyrir syni sínum sem kom í heiminn 1. júlí. Drengurinn er fyrsta barn Maríu og Gunnars. 

María og Gunnar hafa verið saman frá árinu 2015, en sama ár tók María þátt í evrópsku söngvakeppninni fyrir Íslands hönd í Vínarborg í Austurríki með lagið Unbroken. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is