Danska leiðin í uppeldi unglinga

Danir leggja áherslu á mildi og sveigjanleika í uppeldi unglinga.
Danir leggja áherslu á mildi og sveigjanleika í uppeldi unglinga. mbl.is/Colourbox

Unglingsárin geta verið krefjandi fyrir bæði unglinga og foreldra þeirra. Danska leiðin snýst um að veita unglingum bæði frelsi og ábyrgð og á sama tíma geta rætt opinskátt um allt á milli himins og jarðar, eins og til dæmis kynlíf.

Iben Dissing Sandahl foreldraráðgjafi hefur gefið út bækurnar The Danish Way of Raising Teens og The Danish Way of Parenting. Hún er að dreifa boðskap um það hvernig danirnir ala upp börn sín. Reglurnar eru á þessa leið:

1. Ræða um kynlíf opinskátt

„Danskir foreldrar vita af ef þeir forðast viðfangsefnið þá munu börnin skynja það og upplifa óöryggi. Dönsk börn fá viðeigandi kynfræðslu frá 6 ára aldri en þurfa samt að geta rætt málin. Það væri verst ef þau þyrftu að leita allra svara á netinu.“

2. Sýndu meira traust og slepptu ræðunum

„Skapaðu rými þar sem börn geta leitað til þín án þess að þú farir í það að fordæma hitt og þetta. Þau þurfa að vita að þau geta leitað til foreldra án þess að þeir missi skap sitt eða hlægi og geri lítið úr vandanum. Þannig verður auðveldara að ræða erfið mál eins og t.d. fíkniefni. Þá sé hægt að gefa ráð eins og það að vera alltaf með vini sínum, ekki vera hrædd um að missa af einhverju, treystu innsæinu, passaðu upp á vinina. Við getum sagt að fíkniefni séu ekki leyfð en að þau geti samt alltaf leitað til okkar.“

3. Leyfðu þeim að fá útrás

„Danskir foreldrar eru þekktir fyrir afslappað viðhorf til flestra hluta. Þeir eru á því að ef maður reynir að stjórna unglingum um of þá fari allt í baklás. Það er hluti af lífinu að sýna uppreisn gegn gildum foreldranna og þannig læra börn inn á það hver þau eru.“

4. Kenndu þeim „pyt“

„Unglingar þurfa að læra að geta sagt „skiptir ekki máli“ eða „pyt“. Það er ekki hægt að vera fullkominn í öllu. Það er svo margt í dag sem unglingar hafa áhyggjur af og þeir þurfa að læra að greina á milli mikilvægra atriða og ómerkilegra atriða.“

5. Stundum þurfa unglingar óskipta athygli

„Stundum þurfa börn óskitpa athygli, jafnvel bara í örfáar mínútur. Reyndu að tengjast þeim í lok dags eftir skóla og vinnu. Slepptu húsverkunum og símanum í smá stund og vertu með unglingnum í örfáar mínútur. Það getur skipt sköpun að gefa sér þrjár mínútur á morgnana, þrjár mínútur eftir vinnu og þrjár mínútur fyrir svefninn. Þetta er spurning um að vera til staðar.“

6. Ýttu undir góða líkamsmynd með að fara saman í sánu

„Við eigum ekki að skammast okkur fyrir líkamann. Við getum farið með þau í sund og sánur þar sem þau sjá allar tegundir af líkömum. Í dag sjá þau aðeins líkama á samfélagsmiðlum og búið er að eiga við allar myndirnar með filterum og forritum.“

mbl.is