Settu töskuna í baðkarið

Þessi ráð geta komið að góðum notum á ferðalagi.
Þessi ráð geta komið að góðum notum á ferðalagi. mbl.is/Pexels

Þótt þú hafi farið oft til útlanda þá er alltaf eitthvað sem má betur fara. Síðan er margt sem maður lærir af því að gista á misjöfnum hótelum. Hér eru ferðaráðin sem enginn kenndi þér. 

Fjarstýringin er ógeðsleg

Hlutir sem eru þrifnir sjaldan en langflestir snerta eru til dæmis fjarstýringin. Ef þú ert með hreinsiklúta meðferðis er góð hugmynd að renna létt yfir fjarstýringuna.

68°F eru 20°C

Ef þú ferð til Bandaríkjanna getur verið erfitt að muna hvað er þægileg hitastilling á loftkælingunni. Punktaðu það hjá þér að 68°F er 20°C og það er ljómandi fínt hitastig.

Skoðaðu glösin vel

Það er yfirleitt skipt um glös þegar herbergi eru þrifin, en bara yfirleitt. Þau gætu gleymst. Skolaðu glösin áður en þú notar þau, sérstaklega ef það er ekki veitingastaður á hótelinu.

Ekki setja töskuna þína á rúmið

Hótel eru kjöraðstæður fyrir veggjalús, eða bed bugs. Það er því ekki góð hugmynd að setja töskuna þína á rúmið, þar sem veggjalúsin getur gerst ferðalangur og komið með þér heim. Ekki heldur hengja upp fötin þín í skápinn, hann er oft nálægt rúminu. Settu töskuna heldur í baðkarið. 

Komdu með langar snúrur eða hleðslubanka

Við eigum sífellt fleiri hluti sem þarf að hlaða og innstungur eru oft af skornum skammti á hótelum, og langt frá til dæmis rúminu eða sófanum. Passaðu að taka langar snúrur og taktu jafnvel hleðslubanka með þér til að vera öruggur um að ná að hlaða allt sem þú þarft að hlaða.

Þú mátt eiga litla sjampóið en ekki sloppinn

Þú mátt taka litla sjampóið og litlu hárnærninguna. Sum hótel gefa samt afgangana til skýla fyrir heimilislausa, svo flettu því upp áður en þú tekur sjampóið og týnir því í töskunni þinni. Mörg hótel eru reyndar farin að færa sig yfir í stórar flöskur sem fastar eru á veggnum, meðal annars af umhverfisverndarástæðum. 

Taktu mynd af öryggisnúmerinu

Ef þú notar öryggisskápinn á hótelherberginu, taktu þá mynd af tölunum sem þú notar. Maður veit aldrei hvað skolast til í kollinum á ferðalagi.

Þvottaþjónusta er dýr

Það kostar yfirleitt hálfan handlegg að senda föt í þvott á hótelinu. Fyrir utan að það er óumhverfisvænt. Taktu heldur smá þvottaefni með þér í lítilli krukku og þvoðu það nauðsynlegasta í vaskanum.

Vonandi er ekki veggjalús þarna.
Vonandi er ekki veggjalús þarna. mbl.is/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert