Vill aldrei fara frá Íslandi

Claudia Winkleman er hrifin af Íslandi.
Claudia Winkleman er hrifin af Íslandi. Skjáskot/Instagram

Breska raunveruleikastjarnan Claudia Winkleman er stödd hér á Íslandi þar sem 16 ára gamall sonur hennar vildi bara koma með í fjölskylduferðalag ef það væri til „óvenjulegs“ staðar. 

Ísland varð því að áfangstað fjölskyldunnar. Winkleman er best þekkt fyrir að vera kynnir í þáttunum Strictly Come Dancing í Bretlandi sem er fyrirmynd íslenska Allir geta dansað. 

Breskir miðlar segja hana sjaldan deila myndum af börnum sínum á samfélagsmiðlum en það gerði hún í þetta skiptið. Hún sýndi einnig frá Bláa lóns-ferð fjölskyldunnar í „story“ á Instagram.

Hún virðist vera einstaklega hrifin af íslenskum mat og birti myndir af mat sem hún fékk á veitingastað hér á landi. Þar á meðal var „eitthvað stökkt“ sem að öllum líkindum er harðfiskur. Þar að auki fékk hún besta smjör sem hún hefur smakkað og dýrindissúkkulaði og piparkökur. Winkleman segist aldrei ætla að fara heim.

View this post on Instagram

16 year old said he'd only come away with me if it was "unusual". We are in love with you Iceland.

A post shared by Claudia Winkleman (@claudiawinkle) on Dec 19, 2019 at 2:37am PSTmbl.is