María Lilja og Orri vilja lána hús sitt í London

Orri Páll Dýrason og María Lilja Þrastardóttir.
Orri Páll Dýrason og María Lilja Þrastardóttir. Samsett mynd

Fjölmiðlakonan María Lilja Þrastardóttir er á leiðinni til Íslands í lok febrúar og óskaði eftir húsaskiptum á tímabilinu í Facebook-hópnum Íslendingar í London. María Lilja býr með fyrr­ver­andi tromm­ara Sig­ur Rós­ar, Orra Páli Dýrasyni, í London og býður hús þeirra í austurhluta borgarinnar í skipti fyrir hús á höfuðborgarsvæðinu. 

Það eru margir sem nýta sér húsaskipti þegar þeir ferðast og er María Lilja greinilega spennt fyrir þessum gistimöguleika. 

„Við fjölskyldan erum að fara til Íslands 19.02. nk. og verðum til þess 26.02. (frá miðvikudegi til miðvikudags, næsta half term),“ skrifar María Lilja. Viðrar hún síðan hugmyndina um húsaskipti og segir hús fjölskyldu sinnar vera á milli Victoria Park og London Fields. 

mbl.is