Segir Pútín hafa verið leiðsögumann sinn

Vladimir Pútín kynnti Jane Fonda fyrir Leníngrad á sínum tíma.
Vladimir Pútín kynnti Jane Fonda fyrir Leníngrad á sínum tíma. Samsett mynd

Leikkonan Jane Fonda segir að Vladimir Pútín, núverandi forseti Rússlands, hafi verið leiðsögumaður hennar þegar hún fór til Rússlands fyrir um 30 árum. Fonda fór til Sankti Pétursborgar sem þá var Leníngrad með þáverandi manni sínum Ted Turner en Pútín var enn að klifra upp metorðastigann. 

„Við lentum á flugvellinum og manneskjan sem sótti okkur og keyrði okkur um var Vladimir Pútín. Hann var leiðsögumaðurinn okkar. Hann var eins konar túlkur okkar á þeim tíma,“ sagði Fonda í spjallþætti Andy Cohen í vikunni að því fram kemur í myndklippu á vef Yahoo

Fonda sem er þekkt fyrir að sitja ekki á pólitískum skoðunum sínum var ekki hrifin af framkomu Pútíns. 

„Konan hans veiktist og var á leiðinni upp á spítala. Hann sagði okkur það í bílnum og Ted sagði: „Þú verður að fara á spítalann. Þú verður að fara á spítalann að athuga með konuna þína.“ En hann vildi það ekkki. Vladimir Pútín vildi ekki gera það. Hann var um kyrrt hjá okkur,“ rifjaði Fonda upp. 

Jane Fonda.
Jane Fonda. AFP
mbl.is