Þetta hefur þú ekki séð áður!

Í Star Trek var markmið áhafnar geimskipsins Enterprise ávallt að fara þangað sem enginn hafði áður farið, svona í lauslegri þýðingu undirritaðs sem hefur oft haft þessa setningu á bak við eyrað á ferðum sínum um landið.

Stuðlagil er fyrir löngu orðið þekkt hjá ferðaþyrstum Íslendingum en það sem fáir vita er að neðar í ánni, þar sem hún liðast um Jökuldal á leið sinni til sjávar, er ótrúlegur fjöldi gljúfra og kletta sem erfitt er að nálgast án dróna. Já, fegurð Jökuldals og Jöklu eins og heimamenn kalla hana er gríðarleg og engin verður svikinn af því að heimsækja svæðið. Að lokum má nefna að fram að því að Kárahnjúkavirkjun fer á yfirfall og litar ána aftur mórauða er áin ein fallegasta laxveiðiá landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert