Hinir einstöku Rauðufossar

Fegurð svæðisins sem kennt er við Fjallabak er svo mikil að það væri hægt að búa til margar klukkustundir af efni um svæðið. Þar er að finna liti sem sjást oft ekki annars staðar í náttúru Íslands, eða jafnvel í heiminum. Allir þeir sem upplifa svæðið verða agndofa aftur og aftur, þrátt fyrir að hafa komið þar margoft. 

Eitt af þessum náttúrufyrirbrigðum er Rauðufossar og Rauðufossakvísl. Þessi keðja af á og fossum nær yfir nokkra kílómetra og er á hægri hönd þegar keyrt er í átt að Landmannalaugum og Landmannahelli eftir Dómadalsleið og sést síðasti og stærsti fossinn vel frá veginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert