Flugu ekki með einkaþotu til New York

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja flugu ekki á einkaþotu heim …
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja flugu ekki á einkaþotu heim frá New York. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex flugu ekki á einkaþotu frá New York-borg aftur heim til Los Angeles 13. nóvember síðastliðinn. Hjónin voru viðstödd minningarathöfn í New York 10. nóvember. 

Samkvæmt Daily Mail sáust Sussex-hjónin um borð í farþegaflugvél á laugardeginum. Lítið fór fyrir þeim hjónum en þeim var hleypt um borð síðast af öllum farþegum og sátu aftast í vélinni. Annar farþegi skrifaði á samfélagsmiðla að hann hefði séð þau. 

„Við þurftum að bíða í um 20 mínútur eftir að vélin hefði átt að fara í loftið og þeim var smyglað um borð og sátu í tveimur sætum aftast. Við vissum það ekki fyrr en stelpa, sem var að bíða eftir að komast frá borði við hliðina á okkur, benti á þau. Ég náði ekki símanum mínum upp nógu fljótt en þetta voru þau,“ skrifaði farþeginn. 

Hjónin hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir notkun sína á einkaþotum á sama tíma og þau vekja athygli á umhverfismálum. 

mbl.is