Camilla og Valgeir eldheit í stíl á skíðum

Camilla Rut og Valgeir kunna að klæða sig í brekkunum.
Camilla Rut og Valgeir kunna að klæða sig í brekkunum. Skjáskot/Instagram

Camilla Rut Rún­ars­dótt­ir, áhrifa­vald­ur og eig­andi Camy Col­lecti­ons, og kær­asti henn­ar Val­geir Gunn­laugs­son njóta nú lífs­ins á skíðum í Austurríki. Parið byrjaði að stinga sam­an nefj­um í haust og op­in­beraði sam­band sitt í nóv­em­ber. 

Camilla og Valgeir renna sér svo samferða í lífinu að þau klæða sig í stíl. Parið hefur verið duglegt að birta myndir úr ferðinni og nýlega birti Camilla mynd af þeim í nánast eins fötum. „Þegar ég fæ að velja outfit dagsins,“ skrifaði smekkkonan Camilla við mynd af þeim turtildúfum. Camilla var í hvítum og bláum skíðagalla en Valgeir í hvítri og blárri peysu með svipuðu mynstri. Þau voru svo með skíðagleraugu í stíl.  

Parið er statt í hinum fræga skíðabæ Ischgl sem margir þekkja af góðum brekkum. Fólk sem er ekki fyrir vetraríþróttir kannast ef til vill við nafnið þar sem mikið var rætt um svæðið þegar kórónuveiran byrjaði að dreifa sér. Nú eru hins vegar allir hressir í Ischgl. 

Camilla og Valli hafa verið dugleg að ferðast síðan þau byrjuðu að hittast. Þau flatamaga ekki bara í sólinni þegar þau eru erlendis. Fyrir jól spiluðu þau meðal annars golf á Spáni og nú eru það skíðabrekkurnar. 

View this post on Instagram

A post shared by CAMY (@camillarut)

mbl.is