5 skrýtnustu spurningar sem flugfreyjur hafa fengið

Ljósmynd/Colourbox

Flugfreyjur og þjónar geta hjálpað farþegum að leysa hin ýmsu vandamál og eru ávalt reiðubúnir að gera sitt besta til að tryggja jákvæða upplifun farþega um borð. Hins vegar eru takmörk á því hvað þau geta gert fyrir farþega.

Ferðavefur Travel + Leisure hafði samband við flugfreyjur og þjóna hvaðanæva að úr heiminum og tók saman fimm skrýtnustu spurningar sem þeir höfðu fengið í háloftunum. 

Fallhlíf og djúpsteiktur kjúklingur

„Ein skrýtnasta beiðni sem ég hef fengið var þegar farþegi bað mig um fallhlíf í miðju flugi, fyrir neyðartilfelli,“ sagði Luke Xavier, fyrrverandi flugliði hjá Delta. 

Susan Fogwell, fyrrverandi flugliði með yfir 22 ára reynslu hjá stórum flugfélögum, fékk eitt sinn furðulega beiðni frá leikaranum og grínistanum Gary Coleman. „Hann spurði kurteisilega hvort ég gæti djúpsteikt kjúklinginn hans. Hann vildi fá hann „extra stökkan“,“ sagði hún. 

Það er ekki óalgengt að farþegar biðji um vatn, en Fogwell sagði frá tiltekinni beiðni sem henni þótti óvenjuleg. „Starfsmaður frá flugherskóla gekk um borð með fálka á handleggnum – lukkudýr skólans – og spurði mig hvort fálkinn gæti fengið vatnsglas,“ sagði hún. 

Ljósmynd/Gilberto Olimpio

Getur þú útbúið sushi fyrir mig?

„Einu sinni var farþegi sem spurði mig hvort ég gæti búið til sushi handa þeim. Þetta var vissulega undarleg beiðni sem ég þurfti að hafna kurteisilega, enda væri erfitt að búa til og þjóna sérpantaðan mat í flugvélinni,“ sagði Alison Meacham, fyrrum flugliði hjá Virgin Atlantic.

„Í flugi frá Los Angeles til Tókýó spurði farþegi hvort hann mætti koma með lifandi hænu um borð til að geta fengið sér fersk egg í morgunmat,“ sagði Carly Campbell, fyrrverandi flugliði. Hún sagðist einnig hafa verið spurð hvort hægt væri að taka hráan fisk með í flug og láta elda hann um borð í fluginu. 

mbl.is