Vigdís með á ný

*VIGDÍS Sigurðardóttir lék á ný í marki ÍBV þegar liðið vann FH, 37:29, í 1. deild kvenna í handknattleik í fyrrakvöld. Vigdís, sem hætti vorið 2003, tók fram skóna á ný þar sem Florentina Grecu, markvörður ÍBV, gat ekki leikið með vegna veikinda og sýndi gamla takta, varði 17 skot.

*ALLA Gorkorian lék heldur ekki með ÍBV vegna veikinda. Í blaðinu í gær var hún sögð hafa skorað tvö mörk í leiknum. Þau höfðu verið skráð á hana á leikskýrslu en það var Ester Óskarsdóttir sem gerði 2 mörk.

*ÞRÍR af fjórum efstu kylfingum á heimslistanum í golfi taka þátt í Sony mótinu sem hefst í dag á Hawaii,en Ernie Els hefur sigrað á þessu móti undanfarin tvö ár og er mættur til leiks í titilvörnina. Vijay Singh, efsti maður heimslistans, hefur átta sinnum tekið þátt í þessu móti og er þetta í fyrsta sinn sem efsti maður heimslistans tekur þátt í Sony mótinu sem fram fer á Waialae-vellinum, en þar hefur mótið farið fram allar götur frá árinu 1965.

*ERNIE Els frá Suður-Afríku er í þriðja sæti heimslistans og landi hans Retief Goosen sem er þar næstur í röðinni verður einnig með en Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods valdi að taka sér frí fram að þar næstu helgi og verður ekki með á Hawaii.

*ELS virðist kunna vel við sig á Waialae-vellinum enda hefur hann sigrað þar síðustu tvö ár og aldrei lent neðar en í 5. sæti, og er slakasti hringur hans á þessu móti 69 högg.

*ÁRANGUR Els á Hawaii er athyglisverður en hann hefur þénað rúmlega 250 millj. kr. á ferli sínum á mótum sem fram hafa farið á bandarísku eyjunni, en alls hefur Els skrapað saman 1,6 milljörðum ísl. kr. sem atvinnumaður og eru þá samstarfssamningar hans við fyrirtæki ekki teknir með í þá upphæð.

*FORSVARSMENN Sony hafa ákveðið að bjóða unglingsstúlkunni Michelle Wie að vera með á Sony golfmótinu en Wie er fædd og uppalin á eyjunni, og stundar þar nám í grunnskóla. Wie þykir eitt mesta efni sem fram hefur komið síðustu ár en fyrir ári síðan tók hún þátt í þessu móti og lék á 72 og 68 höggum, og var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. En Wie var á pari vallar að loknum 36-holum. Hún er aðeins 15 ára gömul en þátttaka hennar vekur gríðarlega athygli vestanhafs og má búast við miklu sjónvarpsáhorfi - sérstaklega fyrstu tvo keppnisdagana er Wie verður í eldlínunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg