Ferðabók Michaels Palins verður skyldulesning í breskum skólum

Palin á ferð um Himalæjafjöll.
Palin á ferð um Himalæjafjöll. Reuters

Ferðabók eftir Michael Palin, fyrrverandi félaga í Monty Python-hópnum, verður gerð að skyldulesningu í landafræði í breskum framhaldsskólum, að því er menntamálaráðherra Bretlands greindi frá í gær. Er þetta liður í tilraunum ríkisstjórnarinnar til að auka áhuga nemenda á landafræði.

Bókin sem um ræðir heitir „Himalaya“ og segir frá sex mánaða ferð Palins um Indland, Pakistan og Kína fyrir um þrem árum. Hann hefur gert sjö heimildakvikmyndir um ferðir sínar, þ.á m. fyrir breska ríkissjónvarpið, BBC.

Ákvörðun menntamálaráðherrans var tekin í kjölfar skýrslu eftirlitsnefndar í menntamálum, en í henni sagði að landafræðikennslu í framhaldsskólum væri verulega ábótavant. Kennarar legðu of mikla áherslu á að kenna nemendum þurrar staðreyndir í stað þess að vekja hjá þeim áhuga á öðrum löndum og menningarheimum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant