Rupert Everett vill frekar hafa hár en sáðfrumur

Everett með Madonnu í The Next Best Thing.
Everett með Madonnu í The Next Best Thing. Retuers

Breski leikarinn Rupert Everett er orðinn uppiskroppa með sáðfrumur - og er það vegna lyfs sem hann tekur til að verða ekki sköllóttur. En hann segist ekki hafa áhyggjur af þessum aukaverkunum skallalyfsins vegna þess að hann vilji frekar líta vel út en vera frjósamur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri ævisögu hans, Rauðir dreglar og önnur bananahýði.

„Ég er farinn að missa hárið og tek lyf við því. Þess vegna hef ég ekki lengur neinar sæðisfrumur,“ segir Everett, sem er 47 ára. „Ef ég hætti að taka pillurnar missi ég allt hárið, en ég vil frekar hafa hár en sáðfrumur.“

Everett skaut upp á stjörnuhimininn í Hollywood þegar hann lék í kvikmyndinni My Best Friends Wedding, með Júlíu Roberts og Cameron Diaz, en hann lék líka í The Next Best Thing, sem kolféll, á móti Madonnu, og í ævisögunni segist Evertett hafa gætt þess sérstaklega að móðga Madonnu ekki.

„Ég dýrka Madonnu og ég veit að ég verð að gæta orða minna. Fólk er viðkvæmt og ég vildi svo sannarlega ekki reita hana til reiði ... Það síðasta sem ég vil gera er að særa einhvern.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.