Sandra Bullock leikur í kvikmynd á Íslandi

Sandra Bullock.
Sandra Bullock. mbl.is
Bandaríska leikkonan Sandra Bullock verður við tökur á kvikmyndinni Agenda 1 á Vestfjörðum í lok árs, en hún fer með aðalhlutverk hennar. Framkvæmdastjóri Saga Film, Kristján Grétarsson, staðfestir það.

Kristján segir framleiðendur og leikstjóra myndarinnar hafa komið í skoðunarferð og litist afar vel á Vestfirði. Kvikmyndin verður að stærstum hluta tekin hér. Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina