Þjálfari maraþondrengs handtekinn fyrir pyntingar

Budhia Singh á hlaupum.
Budhia Singh á hlaupum. Reuters

Þjálfari fimm ára gamals indversks maraþonhlaupara var handtekinn í morgun eftir að drengurinn sakaði hann um pyntingar. Móðir drengsins kærði þjálfarann til lögreglu í borginni Bhubhneswar í austurhluta Indlands en drengurinn, sem heitir Budhia Singh, sagði við sjónvarpsstöðvar að þjálfarinn hefði lokað hann matarlausan inni í herbergi og barið sig með heitri járnstöng.

Budhia Singh vakti heimsathygli í maí í fyrra þegar hann hljóp 65 km vegalengd í fylgd 300 indverskra hermanna en hné niður rétt áður en hann komst í endamarkið. Barnaverndaryfirvöld í Orissafylki bönnuðu drengnum að hlaupa langhlaup eftir að fréttir bárust um að hann væri vannærður og undir miklu líkamlegu og andlegu álagi.

Biranchi Das, þjálfari drengsins, hélt því hins vegar fram að heilsa drengsins væri í besta lagi og hann væri þjóðargersemi. Þess vegna krafðist hann þess að Orissafylki greiddi sér 2000 dali á mánuði vegna uppihald drengsins.

Budhia fæddist í fátækrahverfi í borginni Bhubaneswar. Þegar hann var ársgamall lést faðir hans og móðirin seldi drenginn fyrir jafnvirði 1500 króna. Biranchi Das, sem starfaði sem júdóþjálfari í borginni, ættleiddi drenginn og uppgötvaði síðar að hann bjó yfir óvenju miklu þoli.

„Hann kom til mín þegar hann var þriggja ára. Einn dag skipaði ég honum í refsingarskyni að hlaupa og gleymdi honum svo. Þegar ég sá hann sex tímum síðar var hann enn á hlaupum," var haft eftir Das á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant