Innflytjendaþema í Áramótaskaupinu

Ragnar Bragason
Ragnar Bragason
Eftir Atla Fannar Bjarkason - atli@bladid.net

„Það er innflytjendaþema í Skaupinu þetta árið. Það er meiri fókus á íslenskt samfélag en stóru pólitíkusana," segir Ragnar Bragason, leikstjóri Áramótaskaupsins í ár, en tökur hefjast 15. október næstkomandi. "Það er bara sá veruleiki sem við búum við í dag. Við búum í samfélagi sem er að breytast og Skaupið á alltaf að endurspegla þann tíðaranda sem er í gangi."

Ragnar skrifar handrit að fyrsta hluta Skaupsins ásamt Jóni Gnarr og Jóhanni Ævari Grímssyni. „Svo koma fleiri höfundar að Skaupinu,“ segir hann. „Við erum að vinna þetta í tveimur hlutum, því að árið er ekki búið. Vonandi fara einhverjir skandalar að koma upp á borðið og eitthvert vesen sem maður getur dílað við í lok nóvember, byrjun desember.“

Meira um Áramótaskaupið í Blaðinu í dag.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel að undanförnu og getur því um frjálst höfuð strokið. Láttu óskir þínar í ljós þegar þú er beðin/n um það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel að undanförnu og getur því um frjálst höfuð strokið. Láttu óskir þínar í ljós þegar þú er beðin/n um það.