Sigur Rós á sigurbraut

Sigur Rós á tónleikum á Miklatúni
Sigur Rós á tónleikum á Miklatúni mbl.is/Eggert

Hljómsveitin Sigur Rós hlaut í gær nýbreytniverðlaun breska tónlistartímaritsins Q, en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Lundúnum. Verðlaun voru veitt í fjölmörgum flokkum og fékk Sigur Rós verðlaun fyrir það sem á ensku kallast "innovation in sound". "Ég skil þetta eiginlega ekki sjálfur, en þýðir "innovation" ekki að vera framsækinn eða að gera eitthvað nýtt?" segir Orri Páll Dýrason, trommuleikari Sigur Rósar, um verðlaunin. Hann segir þetta vissulega mikinn heiður. "Þetta virkar þó ekki beint eins og hvatning, heldur meira svona eins og bónus," segir hann, en það var The Edge, gítarleikari írsku hljómsveitarinnar U2, sem hlaut verðlaunin í fyrra.

Á meðal annarra flytjenda sem fengu verðlaun á hátíðinni voru Kylie Minogue, Damon Albarn, Ian Brown, Muse, Amy Winehouse og Paul McCartney, en sá síðastnefndi fékk sérstök heiðursverðlaun. Bítillinn fyrrverandi kynnti sig formlega fyrir meðlimum Sigur Rósar, en ekki vildi betur til en svo að Orri missti af kappanum. "Ég var því miður bara úti að reykja þegar hann kom og kynnti sig," segir hann og hlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant