Lohan vill kvænast Samönthu Ronson

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. AP

Svo virðist sem hin óstýriláta Lindsay Lohan vilji nú kvænast plötusnúðnum Samantha Ronson. Leikkonan sást með hring á fingur sér á kvikmyndahátíðinni í Cannes og sögur herma að hún hafi tjáð fyrrum elskhuga sínum, Callum Best, að þær væru trúlofaðar. 

Samkvæmt dagblaðinu Daily Star hefur Lohan sagt að hún vilji bindast Ronson en til þeirra sást í gleðskap um borð í snekkju rapparans P. Diddy í innilegum ástarlotum. Lohan er víst farin að kalla sig Lindsay Ronson.  

Sögusagnir þess efnis að meira en vinskapur sé á milli þeirra hefur verið í gangi svo mánuðum skiptir. Fyrir nokkru láku tölvupóstar frá Lohan til Ronson og einn þeirra var svohljóðandi; „Elskan, ef ég hef þig ekki í mínu lífi þá dey ég hreinlega. Ég vil giftast þér.“  

Einnig hefur komið fram að Lohan sé flutt inn til Ronson í Los Angeles.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.