Ástarbréf óskast

Lumar þú á ástarbréfum?
Lumar þú á ástarbréfum? Reuters

„Lumar þú á gömlum, nýjum eða jafnvel ósendum ástarbréfum í fórum þínum? Viltu hjálpa til við að ylja landsmönnum um hjartarætur? Ég heiti Sunna Dís Másdóttir, rómantískur meistaranemi í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands."

Með þessum orðum hefst fréttatilkynning sem send var út í dag á fjölmiðla.

Sunna Dís er að safna ástarbréfum Íslendinga í tímans rás í samvinnu við handritadeild Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.

„Ástarbréf eru vanrækt rannsóknarefni þessarar annars bókelsku þjóðar. Varla eru nokkur skrif jafn einlæg og ástríðufull og þau sem fylla síður ástarbréfanna. Hvað getur verið fallegra en ástarbréfin frá tilhugalífi ömmu og afa, eða tölvupóstar, sms-skeyti, bloggfærslur og facebook-skilaboð barnabarnanna?

Við viljum nýta þetta efni til að lyfta andanum og sálinni upp úr drunga hversdagsins. Óskað er eftir bæði gömlum og nýjum ástarbréfum, hvort sem þau eru frumrit, ljósrit eða útprent af tölvupóstum.

Handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns mun skrá bréfin og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Handritadeild hefur safnað handritum frá landsmönnum allt frá árinu 1846 og þar á meðal eru dagbækur, sendibréf, ferðalýsingar og fleira, sem eru grundvallarheimildir um mannlíf,menningu og hugarfar liðinna tíma. Ef þess er óskað er hægt að takmarka aðgang að bréfunum," að því er segir í fréttatilkynningu frá Sunnu Dís en söfnunin stendur yfir þar til í ágúst. 

Bréf sendist til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns merkt: Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn Handritadeild Arngrímsgötu 3 107 Reykjavík

Tölvupósta, facebook-skilaboð, sms-skeyti eða önnur rafræn ástar-skilaboð má senda á netfangið astarbrefoskast@gmail.com.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.