Já, það er satt Jóhanna - Ísland komið áfram

Jóhanna Guðrún í Moskvu.
Jóhanna Guðrún í Moskvu. AP

Ísland er á meðal þeirra 10 þjóða sem komust áfram í úrslitakeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fer fram nk. laugardag í Moskvu. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söng framlag Íslands í ár, lagið „Is it true?“ eftir Óskar Pál Sveinsson. 

Alls tóku 18 þjóðir þátt í fyrri undankeppninni sem fram fór í kvöld. Ekki kom fram í hvaða sæti Ísland lenti í kvöld. Mikil spenna ríkti því Ísland var síðasta landið af 10 sem tilkynnt var að hefði komist í úrslitin. Áhorfendur í tónlistarhöllinni í Moskvu, þar sem keppnin fór fram, voru farnir að kalla: Ísland, Ísland, þegar íslenski fáninn birtist loks í umslagi á sjónvarpsskjám.

Tyrkland, Svíþjóð, Ísrael, Portúgal, Malta, Finnland, Bosnía-Hersegóvína, Rúmenía og Armenía  komust einnig áfram í kvöld. Er þessi niðurstaða samhljóða spá, sem vefurinn Esctoday.com birti í dag og byggði á atkvæðum yfir 100 þúsund lesenda sinna.  Lesendurnir spáðu raunar Sviss 10. sæti en spáðu því einnig, að dómnefnd myndi velja Ísrael á kostnað Sviss.

Á fimmtudag fer seinni undankeppnin fram.

Malena Ernman frá Svíþjóð komst einnig áfram í kvöld.
Malena Ernman frá Svíþjóð komst einnig áfram í kvöld. Reuters
Finnarnir komust einnig áfram.
Finnarnir komust einnig áfram. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið snúið þegar persónuleg vandamál teygja anga sína inn á vinnustaðinn. Sýndu þolinmæði, hlutirnir verða aftur eðlilegir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið snúið þegar persónuleg vandamál teygja anga sína inn á vinnustaðinn. Sýndu þolinmæði, hlutirnir verða aftur eðlilegir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan
5
Torill Thorup
Loka