Guli kafbáturinn endurgerður

Bítlarnir.
Bítlarnir.

Bandaríski leikstjórinn Robert Zemeckis á nú í viðræðum um endurgerð Bítlamyndarinnar um Gula kafbátinn (e. Yellow Submarine). Upprunalega myndin, sem var teiknimynd, kom út árið 1968. Zemeckis vill færa hana til nútímalegra horfs, og gera hana í þrívídd.

Kvikmyndatímaritið Variety segir að leikstjórinn, sem er þekktastur fyrir kvikmyndirnar Back To The Future, og Disney vinni nú að því að mega nota Bítlalögin 16 sem eru í myndinni.

Zemeckis hyggst nota sömu tölvutækni og hann notaði við gerð teiknimyndanna Beowulf og The Polar Express, þ.e. tekin eru hreyfingar lifandi leikara sem eru svo notaðar í myndinni.

Vonast er til þess að myndin verði tilbúin fyrir ólympíuleikana sem fram fara í London árið 2012.

Guli kafbáturinn fjallar um ferðalag Bítlanna til neðansjávarparadísar, sem kallast Pepperland. Bítlarnir koma svo Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band, sem eru verndarar Pepperland, til bjargar frá Bláu kvikindunum (Blue Meanies), sem hata tónlist.

Þrátt fyrir að leikarar hafi raddsett teiknimyndina þá komu þeir Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr fram í lokaatriði myndarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant