Jennifer Aniston púlar ennþá

Jennifer Aniston hér á forsíðu GQ, leggur mikið á sig ...
Jennifer Aniston hér á forsíðu GQ, leggur mikið á sig fyrir línurnar. AP

Jennifer Aniston  heldur sér í formi með því að hlaupa á skeiðvelli.  Tökulið nýjustu myndar hennar The Bounty átti ekki til orð yfir því að hún væri mætt  um fimmleytið  á morgnana á New Jersey’s Monmouth Park skeiðvöllinn, sem er nálægt tökustað myndarinnar, til að hlaupa nokkra hringi.

Er haft eftir heimildarmanni að hún missi ekki úr dag og hlaupi í að minnsta kosti klukkustund áður en tökur hefjast.

Reyndar er hin fertuga leikkona sögð velja hlaup fram yfir aðra líkamsrækt, þar sem hún telji hlaupin bestu leiðina til að fá fallega tónuð læri og kálfa.

En þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem verið er að ræða æfingaáætlun Jennifer. Í vor var mikið rætt um að hún rifi sig upp klukkan þrjú á nóttunni til tryggja að hún hefði tíma til að æfa sig í tvo tíma áður en hún mætti í tökur á The Bounty.  

Og enn bætir heimildamaðurinn því við að Jennifer hafi farið í algjöra yfirhalningu fyrir myndina, þar sem hún vilji vera í verulega góðu formi án  þess að fórna kvenlegum línum.

mbl.is

Bloggað um fréttina