46 ára aldursmunur

James Woods er 66 ára gamall
James Woods er 66 ára gamall mbl.is/AFP

Gamalreyndi leikarinn James Woods mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar White House Down fyrr í vikunni ásamt kornungri kærustu sinni.

Leikarinn og kærasta hans gengu rauða dregilinn hönd í hönd og vöktu mikla athygli þar sem Woods er heilum 46 árum eldri en hin tvítuga Krister Bauguess.

Woods var að vonum stoltur af Bauguess en þau létu mynda sig bak og fyrir rétt áður en sýningin hófst.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikarinn góðkunni nælir sér í yngri elskhuga. Á seinasta ári sleit hann sambandi sínu við leikkonuna Ashley Madison en hún var aðeins 19 ára þegar þau byrjuðu saman.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.