Tæklar kærustuna í hjónarúmið

Ekki er langt síðan myndaröð ljósmyndarans Jordan Matter rataði í fréttir hér á Monitorstöðum. Þar mátti sjá dansara sýna listir sínar við hinar ýmsu hversdagslegu aðstæður, en það skapaði skemmtilega öðruvísi samhengi. 

Nú hefur Jordan snúið aftur, en í þetta sinn kynnir hann myndaröð sem ber heitið Athletes among us, eða „Íþróttamenn á meðal oss“. Þar má sjá íþróttamenn allt frá klappstýrum til kraftajötna í svipuðum hversdagslegum bakgrunni og dansararnir í fyrri syrpunni. Nokkrar myndanna má sjá hér að ofan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina