Elton John giftir sig

Elton John
Elton John JEAN-SEBASTIEN EVRARD

Breski tónlistarmaðurinn Elton John ætlar í dag að gifta sig, en hann hefur í 21 ár búið með unnusta sínum, David Furnish. Athöfnin fer fram í Windsor, en þar er höll Elísabetar drottningar.

Elton John er 67 ára gamall. Hann birti á Instagram mynd þar sem segir: „Sir Elton John og David Furnish óska eftir nærveru þinni til að fagna brúðkaupi þeirra sunnudaginn 21. desember.“

Um 50 gestum er boðið í brúðkaupið. Þar á meðal David og Victoria Beckham, Elizabeth Hurley og Ozzy og Sharon Osbourne.

Elton John og David Furnish hafa ættleitt tvo litla drengi, Zachary, þriggja ára og Elijah, sem er 23 mánaða. Í fréttum breskra fjölmiðla segir að þeir muni halda á giftingarhringunum fyrir foreldra sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er svo lítið sem þarf til þess að setja allar áætlanir úr skorðum. Láttu aðra um að leysa sín vandamál og taktu þér sjálfur tíma til að sjá fram úr þínum eigin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er svo lítið sem þarf til þess að setja allar áætlanir úr skorðum. Láttu aðra um að leysa sín vandamál og taktu þér sjálfur tíma til að sjá fram úr þínum eigin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason