Horft hefur verið á Mottumars-myndbandið „Hugsaðu um eigin rass“ hátt í 40 þúsund sinnum á þeim rúma sólarhring sem það hefur verið á YouTube.
Í myndbandinu sjást þjóðþekktir menn sýna einstaklega skemmtilegt rassaskak á hinum ýmsu stöðum, svo sem í matvöruverslu, keilu og í Sundhöllinni. Undir öllum þjóhnappahristingnum hljómar lag Amabadama „Hossa hossa.“
Í viðtali við mbl.is í gær sagði Bragi Valdimar Skúlason, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar sem sá um verkið, að hugmyndin hafi verið að gera ekta dillibossamyndband en í stað þess að nota kvenfólk hafi kviknað sú hugmynd að láta karla dilla sér.