Holtaskóli sigraði í Skólahreysti

Sigurlið Holtaskóla.
Sigurlið Holtaskóla. mbl.is/Kristinn

Úrslitakeppni Skólahreystis fór fram í Laugardalshöll í kvöld með pompi og prakt. Var þar mikið um dýrðir þar sem lið 12 skóla af landinu öllu öttu kappi eftir að hafa ýmist sigrað eða orðið í öðru sæti í undankeppnum sem farið hafa fram á síðustu mánuðum.

Finnur Helgason tók sigurinn fyrir Réttarholtsskóla í fyrstu greininni með 52 upphífingar, aðeins sex upphífingum frá Íslandsmeti og Réttarholtsskóli sigraði einnig í hreystigreip þar sem Katarína Eik Sigurjónsdóttir sýndi það og sannaði að hún gæti hangið stúlkna lengst í heilar 8 mínútur og 28 sekúndur.

Einbeitingin skein úr augum keppenda.
Einbeitingin skein úr augum keppenda. mbl.is/Kristinn

Arnar Másson náði fyrsta sætinu í dýfum fyrir hönd Lindaskóla en það var Katla Björk Ketilsdóttir sem sigraði armbeygjukeppnina með 54 slíkum fyrir hönd Holtaskóla. Holtaskóli varð í öðru sæti í hraðabrautinni en þar var það hinsvegar Heiðarskóli sem kom sá og sigraði á tímanum 2:06. Skólinn hafði fengið varamann inn þar sem annar aðalmaður hafði snúið sig á ökla síðustu helgi en það kom ekki að sök þar sem aðeins munaði einni sekúndu á árangri liðsins og Íslandsmeti Lágafellsskóla.

Þegar öll stig voru talin saman var það Holtaskóli sem stóð uppi sem sigurvegari. Réttarholtsskóli varð í öðru sæti og Lindaskóli í Kópavogi í því þriðja.

Áhorfendur gegndu ekki síður mikilvægu hlutverki en keppendurnir og hvöttu …
Áhorfendur gegndu ekki síður mikilvægu hlutverki en keppendurnir og hvöttu sitt fólk áfram af krafti. mbl.is/Kristinn

Þrír af fjórum keppendum Holtaskóla voru að taka þátt í fyrsta skipti. Þau Þóranna Kika Hod­ges-Carr og Eggert Gunnarsson kepptu fyrir hönd skólans í hraðaþraut. Katla Ketilsdóttir tók armbeygjur og hreystigreip en Hafþór Logi Bjarnason keppti í dýfum og upphífingum. Þjálfari liðsins er Ein­ar Guðberg Ein­ars­son.

Meðal þeirra þrauta sem þarf að leysa í hraðabrautinni er …
Meðal þeirra þrauta sem þarf að leysa í hraðabrautinni er að klífa upp kaðal. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant