Skólahreysti er frábætr fyrir landsbyggðina

Ísfirðingar hlakka til keppninnar
Ísfirðingar hlakka til keppninnar Ljósmynd/Skólahreysti

Grunnskólinn á Ísafirði er kominn í úrslit í Skólahreysti eftir að hafa sigrað Vestfjarðarriðilinn í undankeppninni. Þau eru vön pressunni sem fylgir úrslitunum en þangað hafa þau alltaf komist nema tvisvar.

Katrín Ósk Einarsdóttir þýtur af stað í hraðaþrautinni en þetta er annað árið sem hún tekur þátt í Skólahreysti. Hún æfir á gönguskíði en það og aðrar vetraríþróttir eru hennar helstu áhugamál. Með henni í hraðaþrautinni keppir Gunnar Þór Valdimarsson sem keppir einnig í annað sinn í Skólahreysti. Hann æfir fimleika, körfubolta og crossfit og hefur mikinn áhuga á snjóbrettaiðkun, fara í ræktina og skjóta af boga í bogfimi.

Guðný Birna Sigurgeirsdóttir keppir fyrir hönd Ísfirðinga í armbeygjum og hreystigreip. Hún er að taka þátt í keppninni í þriðja sinn en hún æfir sund og er það einnig hennar aðal áhugamál. Einar Torfi Torfason dýfir sér svo í dýfingar og upphífingar. Hann er eini nýliðinn í hópnum en hann æfir glímu og jiu-jitsu og hans helsta áhugamál er MMA bardagaíþróttir.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir, þjálfari liðsins, segir alla spennta fyrir morgundeginum. „Stemningin er rosalega fín og hér eru allir fullir tilhlökkunar. Keppendurnir keyra í dag vegna þess að það lítur ekki vel út með flug en stuðningsliðið kemur á morgun með rútu,“ sagði hún í samtali við blaðamann mbl.

Hún, ólíkt blaðamanni, lítur ekki á þetta sem langt ferðalag. „Það virkar alltaf lengra út á land en í bæinn og við erum svo vön þessu. Ég kom keyrandi hingað á sunnudaginn og fer aftur á morgun.“

Skólahreysti er kennt sem valáfangi á Ísafirði og þaðan eru krakkar sigtaðir út sem síðan keppa fyrir hönd skólans í keppninni. „Eftir áramót hefur þetta verið átta manna hópur sem æfir saman einu sinni í viku.“

Ísfirðingar láta sitt ekki eftir liggja við stuðninginn. „Við búumst við því að fjörtíu krakkar fari með rútunni og svo eru einhverjir í Reykjavík. Allt í allt áætlum við að svona fimmtíu krakkar styðji okkur á morgun.“

Krakkarnir eru staðráðnir í að standa sig vel á stóra sviðinu. „Markmiðið er að bæta sig frá undankeppninni. Þetta er líka svo frábært tækifæri fyrir okkur á landsbyggðinni til að taka þátt í svona skemmtilegri keppni,“ sagði Guðný Stefanía að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant