12 myndir keppa um Gullna lundann

Stilla úr Þröstum, kvikmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar.
Stilla úr Þröstum, kvikmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefur tilkynnt hvaða kvikmyndir verða sýndar í aðalverðlaunaflokki hennar, Vitrunum, á hátíðinni í ár sem hefst 24. september. Myndirnar sem keppa um aðalverðlaunin, Gullna lundann, eru tólf talsins og eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða önnur kvikmynd leikstjóra. „Verkin eru valin með það að leiðarljósi að þau ögri viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísi þannig veg kvikmyndalistarinnar til framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu.

Ein íslensk mynd verður sýnd í Vitrunum, Þrestir eftir leikstjórann Rúnar Rúnarsson. Rúnar hlaut Gullna lundann árið 2011 fyrir fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Eldfjall. Allar myndirnar í flokkinum verða Norðurlandafrumsýndar á hátíðinni og meðal þeirra sem vakið hafa sérstaka athygli er hin bandaríska Krisha eftir Trey Edward Shults, sem fjallar um samnefnda persónu sem snýr aftur til fjölskyldu sinnar eftir langvarandi baráttu við áfengisfíkn. Einnig má nefna Mediterranea eftir Ítalann Jonas Carpignano og Sleeping Giant eftir Andrew Cividino.

Formaður dómnefndar í ár er Frederik Boyer, listrænn stjórnandi kvikmyndahátíðanna í Tribeca og Les Arcs í Frakklandi. Frekari upplýsingar má finna á riff.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson