Hvílík mistök!

Pia Alonzo Wurtzbach frá Filippseyjum er Ungfrú heimur í ár
Pia Alonzo Wurtzbach frá Filippseyjum er Ungfrú heimur í ár AFP

Ungfrú Kólumbía var fyrir mistök kynnt sem ungfrú heimur (Miss Universe) í gærkvöldi í beinni útsendingu sem milljónir um allan heim fylgdust með. Henni var ákaft fagnað en síðan kom í ljós að það var ungfrú Filippseyjar sem var réttkjörin fegursta kona heims.

Ungfrú Bandaríkin, Olivia Jordan, hafnaði í þriðja sæti, Ungfrú Kólumbía, ...
Ungfrú Bandaríkin, Olivia Jordan, hafnaði í þriðja sæti, Ungfrú Kólumbía, Ariadna Gutierrez var í öðru sæti og Ungfrú Filippseyjar, Pia Alonzo Wurtzbach hafnaði í fyrsta sæti í keppninni. AFP

Það var kynnir keppninnar, bandaríski grínistinn SteveHarvey, sem á heiðurinn af mistökunum en honum tókst að lesa vitlaust af spjaldinu. Hann kynnti því ungfrú Kólumbíu, Ariadna Gutierrez, sem alheimsfegurðardrottningu.

Smá misskilningur
Smá misskilningur AFP

Gutierrez var ákaft fagnað þegar kórónan var sett á höfuð hennar og hún var að vonum ánægð þar sem hún veifaði til aðdáenda og sendi fingurkossa í allar áttir. En Harvey neyddist til þess að stöðva fagnaðarlætin og biðjast afsökunar og viðurkenna mistökin. Hið rétta var að Ungfrú Kólumbía hafnaði í öðru sæti en PiaAlonzoWurtzbach, sem er Ungfrú Filippseyjar, er MissUniverse 2015.

Pia Alonzo Wurtzbach og Ariadna Gutierrez
Pia Alonzo Wurtzbach og Ariadna Gutierrez AFP

 

 Wurtzbach er afar þekkt í heimalandinu bæði fyrir leik og sem þáttastjórnandi. Henni var eðlilega brugðið og sagði aðeins: Hvað?

Harvey reyndi að útskýra mistökin en lítið heyrðist til hans vegna hávaða frá áhorfendum sem ýmist fögnuðu eða bauluðu.

Steve Harvey verður væntanlega ekki beðinn um að vera kynnir ...
Steve Harvey verður væntanlega ekki beðinn um að vera kynnir á hátíðinni á næsta ári. AFP
AFP
mbl.is