„Mér líður eins og ég sé Leonardo DiCaprio“

Söngvari Agent Fresco, Arnór Dan, átti án efa tilfinningaþrungnustu ræðu Íslensku tónlistarverðlaunanna sem fram fóru í gær en þar var hann valinn söngvari ársins. Arnór tileinkaði verðlaunin baráttunni fyrir jafnrétti. Ræðuna í heild sinni má sjá hér að ofan en hún er birt með leyfi RÚV.

„Ókei, mig langar að æla og það er jákvætt," sagði Arnór andstuttur þegar hann fálmaði eftir ræðunni sinni.

„Mig langar fyrst og fremst að þakka fólkinu sem hefur leyft rödd minni að heyrast," sagði Arnór og benti brosandi í átt til hljómsveitarmeðlima sinna í Agent Fresco. Sagði hann það mikil forréttindi að vera í hljómsveit meðþeim félögum og að það að standa á sviði með þeim væri besta tilfinning sem hægt er að finna.

 „Mér líður eins og ég sé Leonardo DiCaprio, ég er búinn að undirbúa mig alltof mikið sko,“ sagði Arnar og salurinn hló við. Hann hélt áfram að þakka samstarfsfólki sínu og tiltók sérstaklega Ólaf Arnalds og Arnar og Helga í Úlfi Úlfi. 

Því næst beindi hann þökkunum til söngkennara sinna í gegnum tíðina. Sagði hann kennarana flesta eiga það sameiginlegt að vera konur. Sagðist hann einnig hafa verið þeirra forréttinda aðnjótandi að hafa alist upp á heimili sem stjórnað var af konum og að hann vissi að það væri þeim konum að þakka að hann er sá sem hann er í dag.

 „Mikilvægasta konan í lífi mínu, hún er þarna,“ sagði Arnór og benti fyrst út í sal en því næst á blaðið með ræðunni. 

„Ég skrifaði bara Vigdís af því hún hjálpaði mér með ræðuna en mátti ekki vita hvað ég var [að fara að] segja. Þú fórst í gegnum Destrier með mér og síðustu fimm árin (...) Ég er heppinn að eiga þig í lífi mínu og takk fyrir að.... við vitum það allir tónlistamenn sem leggjum hjarta og sál í tónlistina okkar að við þurfum „steady rock“ hjá okkur og Vigdís takk fyrir að vera til. Ég elska þig svo mikið."

Arnór sagði að á þessum tímapunkti væri ræðan næstum því orðin of væmin en að mikilvægt væri fyrir hann að standa á sviðinu og bera vitni um að við lifum enn á tímum þar sem óréttlæti milli kynja og kynþátta væri enn við lýði. 

„Ég tileinka verðlaunin mín þessari baráttu og ég vona að einhvern tímann á ævinni minni muni ég upplifa tíma þar sem ást og virðing tekur yfir græðgi og fordóma. Við höfum stuttan tíma hérna á jörðinni saman, gerum hann eins fallegan og hægt er.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson