10 ára og harður aðdándi Die Antwoord

Reynar Hlynsson, tíu ára aðdandi Die Antwoord.
Reynar Hlynsson, tíu ára aðdandi Die Antwoord. Ljósmynd/mbl.is

Þrátt fyrir ungan aldur er Reynar Hlynsson einn harðasti aðdáandi suðurafrísku rappsveitarinnar Die Antwoord á landinu. Hann segist hafa beðið lengi eftir tónleikum sveitarinnar en hún treður upp klukkan ellefu í kvöld á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í Laugardalnum.

Eftirvæntingin leyndi sér ekki þegar blaðamaður mbl.is ræddi við Reynar, sem er aðeins tíu ára gamall, fyrr í kvöld. Hann sagðist vera mjög spenntur fyrir tónleikunum og vonast helst til þess að sveitin spili lögin Ugly Boy og Cookie Thumper.

Reynar dró hann pabba og mömmu með á hátíðina til þess að hann gæti séð uppáhaldshljómsveitina sína með berum augum. Foreldrarnir sættu sig við það, enda gátu þau séð Radiohead spila í leiðinni. Þau fóru samt aðallega á hátíðina til þess að hann gæti séð Die Antwoord.

Aðspurður hvað heilli hann svona við Die Antwoord svarar Reynar: „Þetta er rosagóð hljómsveit og mér finnst hún bara, já, geggjuð. Ég veit það ekki.“

Hann segist fyrst hafa fengið áhuga á hljómsveitinni þegar hann sá kvikmyndina Chappie, sem hljómsveitin lék einmitt í, í fyrra.

Aðspurður hvort hljómsveitin njóti einnig vinsælda meðal jafnaldra hans eða vina neitar hann því staðfestlega. Hann sé aðeins einn í þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes