Neytendastofa þarf að meta framhaldið

Secret headliner þetta árið var hljómsveitin Sister Sledge.
Secret headliner þetta árið var hljómsveitin Sister Sledge. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Þetta getur snúist um það hvernig upplýsingagjöf var háttað við kaup á miðanum á hátíðina,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur Neytendastofu. Nokkur óánægja ríkir með skipulagningu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fór um helgina.

Frétt mbl.is: Óánægja með skipulagningu á Secret Solstice 

Matthildur segir Neytendastofu ekki hafa fengið formlegar kvartanir vegna hátíðarinnar en þær ábendingar sem fram hafi komið í fjölmiðlum væru nægilegar til þess að Neytendastofa gæti tekið málið upp að eigin frumkvæði.

„Þetta mál hefur ekki enn komið til skoðunar hjá Neytendastofu en í grunninn mega seljendur ekki veita villandi upplýsingar. Ef það eru einhverjar forsendur sem gætu mögulega haft áhrif á ákvarðanir neytenda um að eiga viðskipti þá þurfa þær að koma fram fyrir fram,“ segir Matthildur.

Geta skoðað markaðssetningu hátíðarinnar 

Hún segir Neytendastofu geta skoðað markaðssetningu hátíðarinnar, það er hvernig hún var auglýst og hvaða upplýsingar hafi komið fram við sölu á hana. Aðgerðir Neytendastofu myndu beinast að tónlisthátíðinni sjálfri. „Neytendastofa hefur heimild til að leggja á bann eða beina því til fyrirtækja að bæta úr ákveðnum atriðum og getur lagt á sektir fyrir brot gegn lögum. Hins vegar hefur stofnunin ekki heimild til að kveða á um endurgreiðslur til neytenda.“

Tónleikar suðurafrísku rappsveit­ar­inn­ar Die Antwoord voru færðir inn í Laugardalshöll á sunnudag með þeim afleiðingum að færri komust að en vildu. Þetta var gert vegna forfalla flugumferðarstjóra. Matthildur segir það matsatriði í hverju tilviki hvað séu óviðráðanlegar aðstæður en þegar slíkt kemur upp gætu skipuleggjendur hugsanlega þurft að koma til móts við þá sem ekki gátu nýtt sína miða.

Neytendastofa hefur ekki tekið neina afstöðu til málsins og hefur ekki tekið málið til meðferðar. „Stofnunin þarf að fara yfir þetta og meta framhaldið.“

Birkir Freyr Helgason.
Birkir Freyr Helgason. Ljósmynd/Aðsend mynd

Fórnaði góðum tónleikum fyrir röðina

Birkir Freyr Helgason var einn af þeim sem að keyptu sér miða á hátíðina til þess að bera hljómsveitirnar Radiohead, Deftones og Die Antwoord augum. Hann segir fimmtudagskvöldið hafa heppnast vel en strax á föstudaginn hafi verið komnar miklar raðir í nánast allt á hátíðinni.

„Ég var búinn að heyra að það væri mikil röð á Radiohead. Þegar við komum á svæðið var hún sikk sakk yfir allt og okkur varð ljóst að við værum ekki að fara hanga í röðinni,“ segir Birkir Freyr. Á sunnudeginum beið hann síðan í tvo klukkutíma í röð fyrir tónleika Die Antwoord en allt kom fyrir ekki. Þegar það var um hálftími eftir af röðinni fóru tónleikagestir að streyma úr höllinni og tónleikum lokið.

Birkir Freyr sá þó tónleika Deftones og var ánægður með þá. „Ég hélt að þetta væri útihátíð og fannst ég aðallega illa svikinn því maður þurfti að fórna svo mörgum góðum hljómsveitum til að sjá þessar. Þú vilt ekki vera í röð í þrjá tíma til að sjá eitthvað eitt band og missa af öllu hinu.“

mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson