Munu stjörnurnar flýja nýja forsetann?

Donald Trump fagnaði sigri, en hann var kosinn forseti Bandaríkjanna …
Donald Trump fagnaði sigri, en hann var kosinn forseti Bandaríkjanna í nótt. AFP

Margir lýstu því yfir í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum að þeir hygðust flytja af landi brott ef Donald Trump næði kjöri.

Eins og fram kemur í frétt Mirror var fjöldi stórstjarna þeirra á meðal, líkt og Miley Cyrus, Amy Schumer, Samuel L. Jackson, Lena Dunham og söngkonan Cher.

„Fjandinn hafi það, ég ætla að flytja ef þetta verður forsetinn minn. Ég segi ekki hluti sem ég meina ekki,“ skrifaði Miley Cyrus á Instagram fyrr á árinu.

Miley Cyrus er ekki hrifin af Donald Trump.
Miley Cyrus er ekki hrifin af Donald Trump. AFP

Amy Schumer renndi hýru auga til Evrópu, en hún sagðist ekki geta þolað að Trump yrði forseti.

„Sýningarnar mínar munu breytast. Ég mun þurfa að læra spænsku þar sem ég mun flytja til Spánar. Það væri ofar mínum skilningi ef Trump næði kjöri. Það er bara of klikkað,“ sagði Schumer í viðtali í sumar.

Amy Schumer segist íhuga að flytja til Spánar.
Amy Schumer segist íhuga að flytja til Spánar. AFP

Leikarinn Samuel L. Jackson greindi frá því á síðasta ári að hann myndi flytja „sinn svarta rass til Suður-Afríku“ ef Trump næði kjöri.

Samuel L. Jackson sagðist ætla að flytja til Suður-Afríku.
Samuel L. Jackson sagðist ætla að flytja til Suður-Afríku. AFP

„Ég veit að margir hafa verið að hóta þessu, en ég mun láta verða að því. Ég veit um indælan stað í Vancouver þar sem ég get sinnt vinnu minni,“ lýsti leikkonan og leikstjórinn Lena Dunham yfir fyrr á árinu, og er væntanlega farin að pakka niður í töskur.

Leikkonan Lena Dunham segist vel geta unnið frá Kanada.
Leikkonan Lena Dunham segist vel geta unnið frá Kanada. AFP

Cher þykir Kanada ekki vera nægilega langt í burtu, en hún lýsti því yfir að hún myndi yfirgefa jörðina ef Trump yrði kjörinn forseti og flýja til Júpíter.

Svo er bara að bíða og sjá hvort stjörnurnar muni standa við stóru orðin.

Cher er stórhuga, en hún lýsti því yfir að hún …
Cher er stórhuga, en hún lýsti því yfir að hún þyrfti að yfirgefa jörðina skyldi Trump ná kjöri. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes