Leonard Cohen látinn

Leonard Cohen, söngvari og lagasmiður, er fallinn frá.
Leonard Cohen, söngvari og lagasmiður, er fallinn frá.

Söngvarinn Leonard Cohen er látinn, 82 ára að aldri. Þetta kemur fram á opinberri Facebook-síðu söngvarans.

„Með mikilli sorg tilkynnum við að hið goðsagnakennda skáld, lagasmiðurinn og listamaðurinn Leonard Cohen, hefur fallið frá. Við höfum misst einn virtasta og afkastamesta hugsjónamann tónlistarheimsins,“ segir í færslunni.

Í framhaldi kemur fram að haldin verður athöfn til minningar um Cohen í Los Angeles þegar fram líða stundir. Þá biður fjölskyldan um næði til að syrgja.

Síðasta og 14. plata söngvarans kom út fyrir aðeins mánuði, en hún ber nafnið You Want It Darker.

Á meðal þekktustu laga eftir Cohen má nefna Suzanne, I'm Your Man og Hallelujah, en það lag hafa fjölmargir listamenn flutt síðan hann söng það fyrst árið 1984, á plötunni Various Positions.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson