Baltasar með spennuþætti um Kötlu

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Baltasar Kormákur hefur í hyggju að gera sjónvarpsþætti þar sem eldfjallið Katla verður í ákveðnu aðalhlutverki. Hugmyndin er að þættirnir gerist í Reykjavík þegar Katla hefur gosið samfellt í tvö ár með tilheyrandi eignatjóni og hættu fyrir þá sem eru í landinu.

Baltasar greindi frá þessu á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem stendur yfir þessa dagana samkvæmt umfjöllun á vefsíðu tímaritsins Variety. Sjónvarpsþættirnir verða á íslensku og ensku og hafa erlendir framleiðendur sjónvarpsefnis þegar sýnt verkefninu áhuga.

Baltasar sagði að Ísland væri tilvalið sögusvið fyrir slíka sjónvarpsþætti þar sem aðeins 300 þúsund manns byggju í landinu en tvær milljónir ferðamanna kæmu til þess á ári hverju. Náttúruhamfarir af þessari stærðargráðu hefðu því gríðarlega áhrif.

Fram kemur í umfjölluninni að þættirnir yrðu væntanlega teknir upp í kvikmyndaveri Baltasars sem væri verið að koma upp í Reykjavík. Fyrsta þættinum verði að minnsta kosti leikstýrt af honum sjálfum en hann ætli að framleiða þá í nafni Reykjavik Studios.

Haft er eftir Baltasari að hann hefði áhuga á að notast við sama fyrirkomulag og við tökur á sjónvarpsþáttunum Ófærð þar sem fengnar hafi verið vonarstjörnur á sviði leikstjórnar, bæði frá Íslandi og öðrum löndum, til þess að vinna við gerð þáttanna.

Næsta kvikmyndaverkefni Baltasar verður „Adrift“ sem byggð verður á sannsögulegum atburðum með bandarísku leikkonuna Shailene Woodley í aðalhlutverki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.