Svala fulltrúi Íslands

Svala Björgvinsdóttir felldi tár þegar ljóst var að hún yrði …
Svala Björgvinsdóttir felldi tár þegar ljóst var að hún yrði fulltrúi Íslands í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svala Björgvinsdóttir verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Kænugarði í Úkraínu í maí. Svala tárfelldi þegar niðurstaðan var ljós og segir að þetta séu tár þakklætis. Lagið Paper er eftir Svölu, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise. Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise.

Tvö lög kepptu til úrslita en auk Paper var það lagið Is this love? sem Daði Freyr Pétursson samdi og flutti. 

Lag og texti: Daði Freyr Pétursson

Flytjandi: Daði Freyr Pétursson

Símaatkvæði landsmanna og sjö manna alþjóðleg dómnefnd réðu því hvaða tvö lög komust í einvígið en þar ráðast úrslit eingöngu með símakosningu, líkt og undanfarin ár, samkvæmt upplýsingum frá RÚV.

Svala fylgir þar með í fótspor föður síns, Björgvins Halldórssonar, sem keppti fyrir hönd Íslands árið 1995 með lagið Núna. 

Björgvin keppti í Dublin en þetta var í níunda sinn sem Íslendingar sendu lag í keppnina en aldrei fyrr hefur lagið verið valið án þess að fram hafi farið undankeppni heima á Íslandi. „Mér finnst það mikill heiður og jafnframt áskorun að fá að taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands,“ segir Björgvin Halldórsson í samtali við Morgunblaðið 12. maí 1995.

Lag Svölu Björgvinsdóttur, „Ég veit það“, eða „Paper“ eins og það heitir á ensku, fjallar um að glíma við erfiða hluti og erfiða tíma. „Þegar ég á í erfiðleikum og er að glíma við sjálfa mig hjálpar að tala opinskátt um það og ég hef gert það. Ég hef glímt við kvíða síðan ég var unglingur og tónlistin hefur hjálpað mér með það. En hver sem er getur sett sig inn í lagið, við göngum öll í gegnum eitthvað og lagið er um það að gefast ekki upp þó að maður eigi erfiðan dag.“

Spurð um tilfinninguna þegar það var tilkynnt að lagið hennar kæmist í úrslitin segir Svala hana hafa verið ótrúlega góða. „Ég var alveg rosalega ánægð. Mér finnst samt skipta mestu máli að fólk tengi við lagið og það gleður mig mjög mikið.“ 

Svala Björgvinsdóttir.
Svala Björgvinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.